Lögreglan međ hjólreiđaskođun á vorgleđi skólans

  • Fréttir
  • 30. maí 2012

Minnt er á hjólreiðaskoðun lögreglunnar á vorgleði skólans fimmtudag. Skoðunin fer fram norðan megin við skólann eða við húsnæði fjölsmiðjunnar kl. 11.00 - 11.30. Foreldrar og nemendur eru hvattir til að mæta með reiðhjólin sín og hjálmana til að sýna fram á mikilvægi þess að allur búnaður sé í lagi fyrir sumarið.

Flestir nemendur hafa verið til fyrirmyndar varðandi það að nota hjálma og ganga frá hjólum sínum í hjólagrindur. Það eru engu að síður enn of margir sem ekki nota hjálma, eru á illa búnum hjólum og skilja hjól sín eftir ólæst. 

Til þess að bæta þetta enn frekar kemur fyrst og fremst til kasta foreldra.
Í samskipta- og umgengnisreglum Grunnskóla Grindavíkur kemur fram að ekki er leyfilegt að vera á hjóli á skólalóðinni og því hefur nemendum verið bent á að hjóla á merktu svæði norðan megin við skólann.
Athygli skal vakin á að:
· samkvæmt 40. gr.umferðarlaga mega börn yngri en 7 ára ekki vera hjólandi í umferðinni nema í fylgd með 15 ára og eldri.
· Samkvæmt sömu grein er börnum yngri en 15 ára skylt að nota reiðhjólahljálma þegar þau ferðast um á reiðhjólum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir