Glćsileg póstkort međ myndum eftir grindvíska ljósmyndara

  • saltfisksetur
  • 29. maí 2012

Í menningarvikunni var glæsileg ljósmyndasýning á vegum fjögurra grindvískra ljósmyndara í Kvikunni. Fjórmenningarnir hafa í samstarfi við Kvikuna valið 16 myndir sem prýða nú framhliðina á póstkortum sem hafa verið gefin út og eru nú til sölu í Kvikunni á 250 kr. stk. Póstkortin eru númeruð frá 1 til 16 en hver ljósmyndari leggur til fjórar myndir í þessa skemmtilegu seríu.

Óhætt er að segja að póstkortin séu hin glæsilegustu en myndirnar eru allar teknar í landi Grindavíkur. Á kortunum má sjá skemmtilegar myndir úr náttúrunni, veðrabrigðum, dýralífi, Sjóaranum síkáta, norðurljósum og ýmislegt fleira.

Ljósmyndararnir eru þau Haraldur H. Hjálmarsson, Eyjólfur Vilbergsson, Arnfinnur Antonsson og Valgerður Valmundsdóttir.

Efsta mynd: Eyjólfur Vilbergsson. Þetta er ein af þeim myndum sem prýða póstkortin.

Neðri mynd: Arnfinnur Antonsson. Þetta er ein af þeim myndum sem prýða póstkortin.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!