Nýtum okkur hreinsunardagana!

  • Fréttir
  • 27. maí 2012

Nú standa yfir hreinsunardagar í Grindavík eða til 28. maí (annars í hvítasunnu) eins og lesa má hér. Grindvíkingar eru hvattir til þess að taka til hendinni en að þessu sinni verður sú nýjung að þriðjudaginn 29. maí mun bíll frá HP gámum fara um bæinn og hirða upp rusl sem sett er út við lóðamörk. Fólk er beðið um að ganga snyrtilega frá pokum og flokka efnið í brennanlegt og málma. Málmarnir verða sóttir sérstaklega. Ekki verður tekið við grófum garðaúrgangi, múrbroti eða öðru slíku.

Jarðvegsúrgangur skal berast á jarðvegstippin vestur við Nesveg og flokkast í samræmi við leiðbeiningar á staðnum.

Gámasvæðið verður opið á hefðbundnum tíma, þ.e. virka daga frá kl. 17-19 og laugardaga frá kl 12- 17.

Hægt er að kaupa mold og lífrænan áburð hjá jarðvegsverktökum í Grindavík.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir