Útvarp Sjóarinn síkáti á FM 101,5 frá fimmtudegi til sunnudags

  • Fréttir
  • 23. maí 2012

Frá fimmtudeginum 31. maí kl. 17:00 og til sunnudagskvöldsins 3. júní mun unglingadeildin Hafbjörg starfrækja Útvarp Sjóarans síkáta í Grindavík með útsendingar á FM 101,5. Þar munu meðlimir í Hafbjörgu ásamt ýmsum góðborgurum hita upp fyrir bæjarhátíðina okkar með skemmtilegri dagskrá og jafnframt útvarpa yfir sjálfa sjómannadagshelgina. 

 

Útvarp Sjóarinn síkáti er jafnframt fjáröflun fyrir unglingadeildina Hafbjörgu. Viktor Gunnarsson hefur veg og vanda að tæknimálum við að koma útvarpsstöðinni upp. Útvarpsstjóri er Guðjón Sveinsson. Útvarpssendirinn var fenginn að láni hjá Birni Haraldssyni.

Jafnframt verður hægt að hlusta á útvarpið í gegnum heimasíður Grindavíkurbæjar og Sjóarans síkáta. 

Þeir sem vilja auglýsa eða fá nánari upplýsingar um Útvarp Sjóarinn síkáti geta haft samband í síma 843 9567.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir