Saltfisk verđlaunauppskriftir

  • saltfisksetur
  • 22. maí 2012

Á dögunum fór fram verðlaunaafhending fyrir saltfiskuppskriftakeppnina á vegum Félagsins Matur, saga, menning eins og lesa má um hér. Verðlaunauppskriftir má sjá hér en þetta eru ótrúlega spennandi uppskriftir:

1. verðlaun
Saltfiskmoussaka
Höfundur: Teitur Jóhannesson

Uppskrift f. 4

600 gr saltfiskur 200 gr kartöflur 1 stk eggaldin 5 stk tómatar 1 stk laukur 1 dl bechamel sósa 2 msk olívu olía Kryddblanda: ½ tsk kanill, ½ tsk svartur pipar, ½ tsk sjávarsalt

Aðferð: Kartöflurnar sneiddar í örþunnar sneiðar og settar í kalt vatn. Eggaldinið, tómatarnir og laukurinn einnig skorið í þunnar sneiðar. Takið eldfast mót og setjið fyrst lag af kartöflunum, síðan tómötum, saltfisk, lauk og loks eggaldin. Gerið þetta tvisvar til þrisvar eftir sem fatið leyfir, setjið olíuna og kryddblöndunni yfir hvert lag. Að endingu setjið bechamelsósuna yfir og eldið í ofni við 180°C í 20 min

 

 


 

2. verðlaun
Pönnusteiktur saltfiskur með ananassalsa
Höfundur: Óli Baldur Bjarnason

Uppskrift f. 4

800 gr saltfiskflök 2 dl heilhveiti 1 stk heill ananas, skrældur, kjarnhreinsaður og skorinn í bita 1 stk stór laukur, smátt saxaður 6 stk hvítlauksgeirar, saxaðir 1 stk grænn chilli, kjarnhreinsaður og skorinn í strimla 1 stk rauður chilli, kjarnhreinsaður og skorinn í strimla 1/2 tsk cummin duft 1 tsk karrí 2 dl kjúklingasoð 1 msk hlynsíróp 1 msk saxaður kóríander salt og pipar olía til steikingar

Aðferð: Skerið fiskinn í 8 jafna bita, veltið þeim upp úr heilhveitinu og steikið í olíu á pönnu við meðalhit, ca. 4 mín. á hvorri hlið.
Léttsteikið ananasinn, laukinn, hvítlaukinn og chillipiparinn í olíu. Bætið við karrí og cummindufti. Hellið soðinu yfir og bætið við sírópinu. Látið malla smástund. Í lokin er söxuðum kóríander bætt út í.
Borið fram með grænu blaðsalati og soðnum hrísgrjónum.

 


 

3. verðlaun
Saltfiskstappa á sætu kartöflumauki
Höfundur: Valdís Kristinsdóttir

800 gr soðinn, útvatnaður, roðlaus og beinlaus saltfiskur 2 stk laukar, smátt saxaðir 10 stk hvítlauksrif, söxuð 10 stk meðalstórar, soðnar kartöflur ½ bolli fersk basilika, smátt söxuð 3 msk rifinn parmesanostur 2 dósir rjómaostur með sólþurkuðum tómötum ½ krukka svartar oívur 1 dl rjómi smjör pipar 3 stk sætar kartöflur, frekar litlar

Aðferð: Setjið smjör í pott og látið smátt saxaða laukinn krauma á vægum hita þar til hann er orðinn mjúkur. Bætiðsmátt saxaða hvítlauknum út í og látið mýkjast. Setjið rjómann og ostinn saman við og hrærið vel í. Því næst eru soðnu kartöflurnar settar út í pottinn og stappaðar. Fiskurinn og smátt söxuð basilikan svo sett út í og stappað saman og látið malla við vægan hita í smá stund. Smakkið til með pipar.
Soðnu sætu kartöflurnar eru stappaðar og settar á diskinn undir plokkfiskinn, svörtu olífunum í sneiðum ásamt parmesanosti er stráð yfir.
Borið fram með brauði og smjöri.


 

4. verðlaun
Beikonvafinn saltfiskur með íslensku byggottói og hvítlauks-tómatsalsa
Höfundur: Ólöf Jakobasdóttir

Uppskrift f. 4
800 gr útvatnaður saltfiskur 8 stk beikonsneiðar, ca 2 stk á hvern 200 gr fiskbita 4 dl bankabygg 2 dósir maukaðir tómatar 2-4 stk hvítlauksrif (fer eftir smekk) Blandað grænmeti , t.d. paprika, rauðlaukur, blaðlaukur og sveppir Salt og pipar

Aðferð: Beikonsneiðunum er vafið utan um saltfiskbitana og þeir svo steiktir á sjóðandi heitri pönnu. Lækka síðan hitann og láta eldast hægt og rólega á vægum hita. Einnig er hægt að setja þetta í ofn og klára að elda fiskinn á ca 180 °C. Krydda fiskinn með smá salti og pipar, ekki of miklu salti.
Blandaða grænmetið er steikt í maukuðum hvítlauk og olíu og maukuðu tómötunum bætt út í. Þetta er svo látið krauma í smá tíma eða þangað til rétt og gott bragð er komið.
Bankabyggið er soðið í vatni með grænmetiskrafti. Bankabygg þarf að sjóða frekar lengi og mikilvægt er að standa yfir pottinum því annars er hætt við að það brenni við. Sigta svo vatnið frá.
Gott er að bera þennan rétt fram með fersku salatii.

 


 

5. verðlaun
Djúpsteiktir saltfiskstrimlar í sólbaði
Höfundur: Kristinn Þórhallsson

Uppskrift f. 4
6 - 800 gr útvötnuð saltfiskflök 2 pokar soðin hrísgrjón
Deig: 4 dl hveiti ½ tsk chilli duft ½ tsk karrí 1 msk lyftiduft 2 egg 1 msk olía vatn
Þurrefnum er blandað saman, síðan eggjum og olíu, vatni bætt við þar til þykkt næst sem er á við gott vöffludeig.
Skerið saltfiskinn í löng stykki, þerrið vel og veltið upp úr deiginu og djúpsteikið þar til fiskurinn er gullinbrúnn.
Sósa: 2 fiskiteningar frá Knorr 1 stk grænt epli, afhýtt og skorið í litla bita 1 stk rauð paprika, skorin í litla bita 1 stk laukur, saxaður smátt 2 msk smjör 1 msk karrí 1 msk paprikuduft 2 dl vatn 1 dl rjómi
Steikið laukinn, paprikuna og eplin í smjöri. Bætið karrí og paprikudufti út í, setjið síðan vatnið og fiskiteningana út í og látið sjóða. Bætið þá rjómanum saman við. Má þykkja með hvítum sósujafnara ef þarf
Gott að bera þennan rétt fram á djúpum diski. Sósan fyrst, síðan soðin grjónin og fiskurinn þar ofan á.

 

 

Á myndinni eru frá vinstri: Óli Baldur Bjarnason 2. vinningur, Bjarni Ólason f.h. Kristins Þórhallssonar 5. vinningur, Valdís Kristinsdóttir 3. vinningur, Sigrún Jónsd. Franklín formaður MSM, Teitur Jóhannesson 1. vinningur og Sigurvin Gunnarsson MSM dómari. Á myndina vantar Ólöfu Jakobsdóttur 4. vinningur.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál