Vinabćjarbođ frá Penistone til Grindvíkinga

  • Fréttir
  • 18. maí 2012

Í apríl s.l. voru 25 ár liðin frá vinabæjartengslum Grindavíkur og Penistone á Englandi. Af því tilefni hafa félagar í Penstone/Grindavik Society haft samband og vilja taka á móti 6-8 áhugasömum Grindvíkingum síðla í júní eða í júlí n.k.

Heimsókninni er ætlað að blása lífi í samskipti bæjanna og því stungið upp á að gestirnir hafi að einhverju leyti haft samband við Penistone áður, þ.e. vegna fyrri heimsókna á milli nemenda eða fullorðinna... hafi verið gestgjafar Penistone-búa hér eða heimsótt þá á árum áður sem barn. 

Einnig er hugmynd um að fulltrúar félaga, samtaka eða stofnana (t.d. Björgunarsveitin, Lions, Tónlistarskólinn, Grunnskólinn, Slökkviliðið eða Rauði Krossinn og fl.), sem vilja finna samsvarandi starfsemi hjá þeim til frekari samskipta og heimsókna síðar meir, geti nýtt sér þetta boð.

Boðið tekur eingöngu til gistingar og máltíða (að mestu) á meðan á heimsókn til Penistone stendur yfir í 2-3 daga. Áætlað er að fljúga til Manchester, (um klukkustundar keyrsla til Penistone) og gista þar á hóteli í 2-4 daga... gæti orðið vikuferð. 

Áhugasamir þurfa að bregðast skjótt við og hafa samband við Margréti Gísladóttur í s: 896 3173 eða senda póst á margis@simnet.is 

Sjá heimasíðu http://www.penistone.uk.com/ 
Penistone here we come!


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir