Háskólinn í Grunnskólanum

  • Fréttir
  • 17. maí 2012

Á hundrað ára afmæli Háskóli Íslands 2011 var tímamótunum fagnað víða um land með svokallaðri Háskólalest sem ferðaðist um landið við miklar vinsældir. Lögð var áherslu á lifandi vísindamiðlun til ungs fólks og fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Viðtökur voru með eindæmum góðar og fjölmenntu landsmenn á öllum aldri á viðburði Háskólalestarinnar. 

Vorið 2012 leggur lestin af stað á ný með fræði og fjör fyrir landsmenn. Í maí verða heimsóttir fjórir áfangastaðir; Kirkjubæjarklaustur, Siglufjörður, Grindavík og Ísafjörður.
Í Háskólalestinni verða valin námskeið úr Háskóla unga fólksins fyrir grunnskólanemendur, en að auki verður slegið upp litríkum vísindaveislum fyrir alla heimamenn með stjörnuveri, sýnitilraunum, eldorgeli, mælingum og pælingum, að ógleymdu Sprengjugenginu landsfræga. (heimasíða háskólalestarinnar)

Háskólalestin heimsótti Grunnskólann í Grindavík og hitti nemendur 8.-10. bekkja. Nemendur voru búnir að velja sér námskeið fyrirfram og greinar sem voru í boði voru þjóðfræði, fornleifafræði, líffræði, stjörnufræði, eðlisfræði, nýsköpun og jarðfræði. Hver nemandi gat valið milli þriggja námskeiða. Ekki var annað að heyra og sjá að nemendur hefðu gagn og gaman af námskeiðunum og fylgdust af með athygli. Nemendur fengu armband og viðurkenningarskjal að námskeiði loknu með staðfestingu á að þeir hefðu sótt viðkomandi námskeið.
Nemendur héldu síðan af stað út í sólina því framundan er löng helgi og námsmat hefst síðan í skólanum, mánudaginn 21. maí.

Háskólalestin verður svo í Kvikunni næsta laugardag kl. 11-15. Sjá nánar hér.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál