Úrslitaviđureign Grindavíkur og Fljótsdalshérađs í Útsvari

  • Fréttir
  • 27. apríl 2012

Þá er komið að stóru stundinni í Útsvari, spurningaþætti RÚV. Grindavíkurbær og Fljótsdalshérað mætast í úrslitaviðureigninni kl. 20:10. 24 stærstu sveitarfélög landsins kepptu sín á milli í skemmtilegum spurningaleik í vetur og tvö bestu og skemmtilegustu liðin standa eftir. 

Lið Grindavíkur skipa sem fyrr þau Agnar Steinarsson, Margrét Pálsdóttir og Daníel Pálmason. Að sögn Útsvarsliðs Grindavíkur hefur undirbúningur verið með hefðbundnum hætti í vikunni. Þau eiga von á hörku viðureign en umfram allt skemmtilegum þætti sem hefur verið aðalsmerki Grindavíkurliðsins í vetur.

Sigmar Guðmundsson og Brynja Þorgeirsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir