Stolt siglir fleyiđ mitt

  • Fréttir
  • 25. apríl 2012

Kór Tækniskólans bar sigur úr bítum í Söngvakeppni Framhaldsskólanna 2012 sem fram fór um helgina. Þar voru þrír Grindvíkingar sem hófu upp raust sína, þeir Óskar Pétursson, Ingólfur Ágústsson og Sigurður Friðfinnsson. Óskar og Ingólfur eru í vélstjórnarnámi en Sigurður er í stýrimannsnámi.

Óskar útskrifast nú í vor. Hann sagði að það hefði verið mjög skemmtilegt að taka þátt í þessu verkefni og í raun og veru verið hálfgert flipp til að byrja með en öllum að óvörum endað með sigri.

Kórinn söng lagið Stolt siglir fleyið mitt eftir Gylfa Ægisson. Þess má geta að samningaviðræður standa yfir við kórinn að syngja á Sjóaranum síkáta. Helst gæti staðið í vegi fyrir því að skólinn verður þá búinn og nemendur farnir til síns heima víða um land.

 

Efri mynd frá vinstri: Óskar, Sigurður og tveir aðrir félagar þeirra í kórnum.

Sigurlagið sungið. Ingólfur annar frá vinstri í neðstu röð og Óskar annar frá hægri.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!