Ferđamenn spenntir ađ fylgjast međ löndun

  • Fréttir
  • 24. apríl 2012

Sífellt fleiri ferðamenn sem koma til Grindavíkur leggja leið sína á bryggjuna og skal engan furða enda mikil upplifun að sjá þegar verið er að landa úr bátunum. Í gær komu nokkrar rútur fullar af ferðamönnum sem fylgdust spenntir með þegar landað var úr Dúdda Gísla GK 48 tæpum 7 tonnum. 

Höfnin virðist eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna í bænum. Verið er að undirbúa merkingar og fræðsluskilti fyrir ferðamenn við bryggjurnar og skipuleggja göngustíga fyrir sumarið og því ættu ferðamenn að vera upplýstari um hvað fer fram á bryggjunum. Þetta ætti einnig að verða til þess að forða þeim frá hættum því oft er mikill hamagangur á bryggjunum þegar verið er að landa.

Myndir: Haraldur Hjálmarsson.

Birgir Hermannsson sjómaður, Benóný Þórhallsson útgerðarmaður og Halldór Einarsson sem fékk þennan fína steinbít í soðið.

Þeir voru hressir skipverjarnir á Dúdda Gísla.

Dúddi á fullu í lönduninni.

Steinunn SF 10 landaði í Grindavík í gær.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál