Fundur nr. 4

  • Ungmennaráđ
  • 23. apríl 2012

null

Ár 2012, þriðjudaginn 6.mars var haldinn 4. fundur ungmennaráðs Grindavíkur. Fundurinn var haldinn í félagsmiðstöðinni Þrumunni og hófst kl. 20:00.
Mættir:
Aðalmenn: Sigurbjörg Vignisdóttir, Reynir Berg Jónsson, Katla Marín Þormarsdóttir, Unnar Hjálmarsson og Nökkvi Harðarson,

Jafnframt sat fundinn Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sem ritaði fundargerð.


Dagskrá:

1) Ráðstefna Ungt fólk og lýðræði 2012. Ungmennaráð leggur til við sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að tvö ungmenni, Sigurbjörg og Reynir Berg, fái að fara á ráðstefnuna.

2) Sameiginlegur fundur með Frístunda- og menningarnefnd. Stefnt er að slíkum fundi þriðjudaginn 27. mars n.k.

3) Sameining nemendaráðs og Þrumuráðs haust 2012. Rætt var um kosti og galla þess að hafa eitt ráð. Ungmennaráð telur það jákvætt að þessi tvö ráð verði sameinuð og kostirnir umtalsvert fleiri en gallarnir. Leggur ráðið til að þetta verði rætt á sameiginlegum fundi ráðsins og frístunda- og menningarnefndar.

4) Bæjarstjórnarfundur Ungmennaráðs. Fundurinn verður haldin í byrjun maímánaðar. Rætt um hugsanleg málefni sem hægt væri að taka upp á fundinum.

5) Akranes-heimsókn. Áhugi er fyrir því að heimsækja önnur ungmennaráð. Verður það skoðað betur þegar líður á mánuðinn.

Sigurbjörg Vignisdóttir
Reynir Berg Jónsson
Katla Marín Þormarsdóttir
Unnar Hjálmarsson
Nökkvi Harðarson


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun