Almenn ánćgja foreldra međ grunnskólann - Endurskođa ţarf skólastefnu sveitarfélagsins

  • Fréttir
  • 20. apríl 2012

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur unnið ítarlega útekt á starfsemi Grunnskóla Grindavíkur. Þar eru dregnir fram styrkleikar og veikleikar skólastarfsins og lagðar fram tillögur til úrbóta. 

Styrkleiki skólans felst m.a. í stöðugleika í starfsmannahópi og reynslumiklu starfsfólki og að allir kennarar eru með réttindi, jafnframt gerir sveitarfélagið vel við skólann sem ekki hefur þurft að hagræða mikið í kjölfar hruns. Á meðal veikleika er tilgreint að skólanámskrá uppfyllir ekki ákvæði aðalnámskrár og erfiðleikar í stjórnun í tíð fráfarandi skólastjóra hafa sett mark sitt á skólabrag og samstöðu í starfsmannahópnum. Ráðast þarf í endurskoðun á skólastefnu sveitarfélagsins og þá þarf nýr skólastjóri að finna leiðir til að endurvekja jákvæðan skólabrag.

Markmið úttektarinnar var að leggja mat á starfsemi skólans með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrá. Lagt var mat á stjórnun, skipulag kennslu, innra mat, námskröfur og fyrirkomulag námsmats. Niðurstöður skólans á samræmdum könnunarprófum og PISA voru skoðaðar svo og hvernig skólinn nýtir þær. Úttektin beindist jafnframt að mati og eftirliti sveitarfélagsins með skólastarfinu og hvernig það nýtist skólanum.

Gagnaöflun
Úttektin byggir á fyrirliggjandi gögnum tengdum starfsemi skólans, viðtölum og skólaheimsóknum 7. og 8. desember 2011. Úttektaraðilar áttu fundi með skólastjóra, ráðgjafa og staðgengli skólastjóra, sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs Grindavíkur og tveimur fulltrúum úr fræðslunefnd svo og þremur fulltrúum úr skólaráði. Þá var fundað með deildarstjórum, rýnihópi átta kennara sem úttektaraðilar völdu af handahófi, rýnihópi sex annarra starfsmanna og rýnihópi sjö nemenda. Haldinn var fundur með þremur foreldrum sem úttektaraðilar völdu af handahófi ásamt formanni foreldrafélags og öðrum fulltrúa úr stjórn þess. Mun fleiri foreldrar voru boðaðir en mættu ekki. Einnig var rætt við fjóra foreldra en sumir þeirra höfðu áður kvartað til ráðuneytisins. Tekin voru viðtöl/símaviðtöl við námsráðgjafa, deildarstjóra Námsvers, sérkennara, þrjá sérfræðinga á félagsþjónustu- og fræðslusviði. Einnig fengu úttektaraðilar nokkur símtöl frá kennurum og foreldrum. Samtals var rætt við 49 manns. 

Í viðtölum voru stjórnendur, starfsmenn, nemendur, foreldrar, fulltrúar í skólaráð og fulltrúar sveitarfélags m.a. spurðir út í styrkleika og veikleika Grunnskóla Grindavíkur.

Styrkleikar:
• Stöðugleiki í starfsmannahópi og reynslumikið starfsfólk. Allir kennarar með réttindi.
• Áhersla list- og verkgreinar og fjölbreytta kennsluhætti.
• Margvísleg úrræði í sérkennslu og aðgangur að sérfræðiþjónustu í sveitarfélaginu.
• Fjölbreytt félagslíf.
• Þróunarverkefni, s.s. stærðfræði á unglingastigi og lestrarstefna.
• Fjöldi úthlutaðra kennslustunda, m.a. til sérkennslu.
• Skólahúsnæðið.
• Almenn ánægja foreldra með skólann.
• Samskiptavikur.
• Einelti hefur farið lækkandi á milli ára.
• Nemendaráð virkt og ný stofnað ungmennaráð í sveitarfélaginu.
• Umhverfi skólans og lítið samfélag.
• Sveitarfélagið gerir vel við skólann sem ekki hefur þurft að hagræða mikið í kjölfar hruns.

Veikleikar:
• Skólanámskrá uppfyllir ekki ákvæði aðalnámskrár.
• Uppbyggingarstefnu lítið framfylgt og mismunandi tekið á agamálum.
• Erfiðleikar í stjórnun í tíð fráfarandi skólastjóra hafa sett mark sitt á skólabrag og samstöðu í starfsmannahópnum.
• Ekki nægilegt samvinna á milli heimilis og skóla og mikil óánægja einstakra foreldra sem ýtir undir neikvætt viðhorf í samfélaginu til skólans.
• Samstarf ekki nægilegt á milli yngra stigs í Hópskóla og eldri stiga í Grunnskóla Grindavíkur þrátt fyrir sameiningu.
• Skólinn nokkuð faglega einangraður frá öðrum skólum og sveitarfélögum t.d. í endurmenntun starfsfólks.
• Skortur á gegnsæi í ákvarðanatöku og lýðræðislegri þátttöku kennara, nemenda og foreldra. Skólaráð hefur verið lítið virkt.
• Stjórnun sérkennslu og Námsvers óskilvirk.
• Úrræðaleysi yfirvalda vegna erfiðra mála sem skólinn þarf að takast á við. Sérfræðiþjónusta ekki nægjanlega ljós foreldrum.
• Lítil eftirfylgni með þróunarverkefnum.
• Innra mat ekki fullnægjandi.
• Fjöldi íþróttakennara í almennri kennslu.
• Óánægja nemenda með of lítið samráð
• Smæð samfélagsins ókostur í erfiðum málum,m.a. vegna tengsla í samfélaginu

Ráðstafanir
Til þess að uppfylla þær kröfur sem úttekt þessi leggur áherslu á þarf skólinn að mati úttektaraðila að gera m.a. eftirfarandi ráðstafanir:

• Endurskoða skólastefnu sveitarfélagsins skv. nýrri aðalnámskrá samhliða stefnumótun Grunnskóla Grindavíkur. Sveitarfélagið er hvatt til að virkja þátttöku allra hagmunaaðila að endurgerð stefnunnar.
• Fara í samstarf við fleiri sveitarfélög um fræðslu og endurmenntun kennara og starfsmanna svo auka megi enn frekar faglega umræðu í skólastarfinu.
• Endurskoða skipurit sveitarfélagsins. Að mati úttektaraðila er æskilegt að yfirmaður skólamála og yfirmaður barnaverndarmála sé sitt hvor stjórnandinn til að tryggja hlutleysi og faglega nálgun í starfi.
• Sveitarfélagið tryggi að ytra mat sé framkvæmt og sjálfsmat fari fram.
• Finna þarf úrræði fyrir fatlaða nemendur með geðræn vandamál.
• Endurskoða þarf stefnu skólans svo og skólanámskrá út frá aðalnámskrá, lögum og reglugerðum með þátttöku allra aðila skólasamfélagins.
• Finna þarf leiðir til að auka samstarf heimilis og skóla og skapa traust um gott skólastarf. Auka má upplýsingaflæði til foreldra t.d. um sérfræðiþjónustu.
• Nýr skólastjóri þarf að finna leiðir til að endurvekja jákvæðan skólabrag, auka samstöðu innan starfsmannahópsins, auka lýðræðislega ákvarðanatöku kennara í faglegu starfi og skapa traust milli stjórnenda og starfsmanna.
• Auka þarf virkni skólaráðs.
• Úttektaraðilar leggja til að skipurit skólans verði endurskoðað, einn og sami stjórnandinn verði yfir sérkennslu og Námsveri og stjórnendur fái stuðning í starfi og þjálfun.
• Auka þarf lýðræðislega þátttöku nemenda í ákvarðanatöku. Efla þarf aðkomu þeirra að því sem snertir nám þeirra, líðan og aðbúnað og auka þannig lýðræðislega aðkomu að skólastarfinu.
• Fylgja betur eftir þróunarverkefnum og festa þau í sessi.
• Eineltiskannanir séu jafnframt gerðar nafnlausar t.d. í árlegri líðankönnun meðal nemenda.
• Auka gæði, kynningu og eftirfylgni innra mats og sjálfsmatsskýrslu.

Skipað í starfshóp
Fræðslunefnd Grindavíkurbæjar tók skýrsluna fyrir á fundi sínum og lagði til við bæjarráð að skipaður verði starfshópur 5 - 7 fulltrúum hagsmunaaðila skólasamfélagsins til að vinna að tímasettri áætlun um úrbætur. Í því sambandi telur nefndin rétt að í hópnum siti fulltrúar skólastjórnenda, kennara, fræðslunefndar, foreldra og skólaskrifstofu, auk bæjarstjóra/bæjarfulltrúa.´

Á fundi bæjarráðs sl. miðvikudag var skipað í starfshópinn:
Bæjarráð tilnefnir eftirfarandi í starfshópinn.
1. Fulltrúi skólaskrifstofu: Nökkvi Már Jónsson 
2. Fulltrúi fræðslunefndar: Klara Halldórsdóttir
3. Fulltrúi stjórnenda: Halldóra Kr. Magnúsdóttir, skólastjóri
4. Bæjarstjóri
5. Fulltrúi foreldra: Tilnefndur af foreldrafélaginu
6. Fulltr. kennara: Tilnefndur af kennurum
7. Bæjarfulltrúi: Bryndís Gunnlaugsdóttir

Skýrsluna í heild sinni má lesa hér.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!