Nýr bensíntankur hjá Olís

  • Fréttir
  • 30. mars 2012

Að undanförnu hafa staðið yfir framkvæmdir við bensínstöð Olís að Hafnargötu 7. Búið er að færa ÓB dælurnar tímabundið vestur fyrir húsið og brjóta upp planið fyrir framan húsið til þess að hægt sé að skipta um bensín og olíutanka þar undir. Í morgun var svo nýr 12 tonna tankur settur í gryfjuna fyrir framan húsið og sáu Jón og Margeir um flutninginn og að koma tanknum fyrir.

Að sögn Jóns Gauta Dagbartssonar, umboðsmanns Olís í Grindavík, munu nýjar ÓB dælur koma fyrir framan húsið og eiga þær að vera undir það búnar að þola íslensk/grindvíska veðráttu. Í apríl mun svo verslunarstarfsemi stöðvarinnar færast niður í umboð að Seljabót 6 og mun þar verða opnuð ný og betri búð.

Þvottaplanið, ryksugan og loftdælan munu halda sér á sínum stað við stöðina en hún mun í sjálfu sér vera ÓB bensínstöð eftir þessar breytingar. Framtíðarplanið er svo að byggja upp nýja stöð á lóð stöðvarinnar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!