Framtíđaruppbygging íţróttamannvirkja

  • Fréttir
  • 30. mars 2012

Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja var rædd á síðasta fundi Bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar þegar ályktun vinnuhóps um uppbyggingu á íþróttasvæðinu lögð fram. Eftirfarandi var bókað á fundinum:

„Vinnuhópurinn telur að vinna eigi áfram með upphaflegar hugmyndir hópsins en telur þó rétt að skoðað verði hvort hagkvæmara sé að reisa ca. 600 m2 hús að norðanverðu við íþróttahúsið með möguleika á stækkun seinna meir í stað stækkunar á núverandi húsi. Jafnframt telur hópurinn að nú þegar verði hafist handa við hönnun á öðrum áfanga og deiliskipulagsvinnu á svæðinu. Frekari frestun á þessu verkefni gæti leitt til þess að bæjarfélagið getur misst af endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna þessara framkvæmda. Mikilvægt er að bygginganefnd komi saman sem fyrst til að koma verkefninu af stað. 

Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu.

Í ljósi nýrra upplýsinga, m.a. um áætlaðan byggingakostnað íþróttamannvirkja í Mosfellsbæ er eftirfarandi tillaga lögð fyrir bæjarstjórn:

Bæjarstjóra er falið að láta gera verðkönnun á eftirfarandi valkostum:
1. Stækkun á núverandi íþróttahúsi í samræmi við tillögur nefndar um uppbyggingu íþróttamannvirkja
2. Byggingu á nýju 450-600 fm. íþróttahúsi
3. Byggingu á 1.000 fm íþróttahúsi (hús sem rúmar löglegan körfuboltavöll - má vera minna ef það dugar)
Verðkönnunin skal vera lögð fyrir bæjarráð þann 18. apríl þar sem bæjarráð mun taka ákvörðun um hvort haldið skal áfram með stækkun á núverandi íþróttahúsi eða byggt nýtt hús.
Verði niðurstaða bæjarráðs að halda skuli áfram með núverandi tillögur skal málinu vísað til nýskipaðar byggingarnefndar til áframhaldandi vinnslu.

Verði niðurstaða bæjarráðs að byggja nýtt hús þá skal bæjarstjóri leggja fyrir bæjarstjórn þann 25. apríl tillögu um staðsetningu á nýju húsi með hliðsjón af tillögu um áfanga 2 í núverandi teikningum. Sérstaklega skal skoða að byggja hið nýja hús norðan við núverandi íþróttahús eða austan við núverandi íþróttahús. Skal bæjarstjórn taka ákvörðun um þessar staðsetningar og í framhaldinu vísa málinu áfram til nýskipaðrar byggingarnefndar til áframhaldandi vinnslu svo hægt sé að hefjast handa við framkvæmdir sem fyrst.

Breytingartillaga forseta
Að í 2. lið standi 450-600 fm2 í stað 600 áður
Samþykkt samhljóða

Breytingartillaga D-lista
Að við bætist 4. liður er segir: Að kannað verði hvort hægt sé að reisa alla þessa framkvæmd á ódýrari hátt í einni byggingu þannig að fermetrar nýtist betur og að m.a. færri m2 fari í ganga.
Tillagan er felld með 4 atkvæðum Páls Jóhanns, Páls Vals, Bryndísar og Dagbjarts gegn 3 atkvæðum Guðmundar, Kristínar Maríu og Páls Gíslasonar.

Tillagan í heild sinni eftir breytingar er samþykkt samhljóða

Bókun
Fulltrúi D-lista undrast að meirihluti bæjarstjórnar vilji ekki vita hvort hægt sé að framkvæma uppbyggingu á íþróttasvæðinu á ódýrari hátt. Engar kostnaðartölur aðrar en þær sem fylgja þessari tillögu sem liggur fyrir hafa komið fram.

Bókun B-lista
Í starfi nefndar um uppbyggingu á íþróttasvæðinu var farið yfir alla möguleika miðað við þær forsendur sem bæjarstjórn setti nefndinni. Meðal annars var skoðað hvort hagstæðast væri að setja allt inn í eina byggingu og hvort hagstæðara væri að hafa byggingarnar á tveimur hæðum. Niðurstaðan var sú að hagstæðast, miðað við forsendur sem voru gefnar, væri sú niðurstaða sem nefndin lagði til. Við treystum því mati nefndarinnar og teljum að ekki eigi að tefja málið frekar.
Fulltrúar B-lista“


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir