Kjúklingaliđiđ hafđi betur gegn reynsluboltunum

  • Fréttir
  • 28. mars 2012

Áfram hitum við upp fyrir úrslitakeppnina í úrvalsdeild karla í körfubolta en Grindavík mætir Njarðvík á fimmtudaginn í fyrstu rimmu liðanna. Hér er viðtal við fyrrverandi leikmann Grindavíkur Marel Guðlaugsson:

Grindvíkingum er enn í fersku minni fyrsti og eini Íslandsmeistaratitill félagsins í körfubolta karla þótt 16 ár séu liðin frá veisluhöldunum. Grindavík skellti grönnum sínum í Keflavík með því að vinna alla útileikina í úrslitakeppninni sem var ansi magnað afrek. Í byrjunarliði Grindavíkur í þessarri rimmu voru yfirleitt þeir Helgi Jónas Guðfinnsson, Guðmundur Bragason, Hjörtur Harðarson, Rodney Dobart og svo Marel Örn Guðlaugsson og svo kom Unndór Sigurðsson oftar en ekki sterkur af bekknum.

„Þetta tímabil 1995 til 1996 var einstök upplifun og frábært að landa fyrsta titli félagsins. Ég lagði mitt af mörkum en þetta var fyrst og fremst góð liðsheild og vel skipað í allar stöður. Grindavíkurliðið var ungt og spennandi og við fengum nýjan kana, Rodney Dobart, um miðjan vetur, sem reyndist okkur vel. Hann var engin stjarna í sókninni og skoraði í raun ekki mikið en var frábær varnarmaður sem gerði það að verkum að við gátum pressað andstæðingana stíft um allan völl. Í þau fáu skipti sem þeir sluppu í gegn voru þeir svo skíthræddir að lenda í fanginu á Dobart enda var hann rúmlega tveir metrar á hæð," segir Marel sem spilaði sem lítill framherji á þessum tíma en hann er 193 sm á hæð og var frábær þriggja stiga skytta.

Í minningu Marels var umgjörðin í kringum úrslitakeppnina á þessum tíma frábær en þarna var farið að sýna NBA á Sýn með Michael Jordan sem stærstu hetju deildarinnar sem varð til þess að auka vinsældir körfuboltans á Íslandi til mikilla muna.

„Það var vel mætt á alla leiki og troðfull íþróttahús í úrslitakeppninni. Ég gleymi aldrei stemmninguni þegar við komum til Grindavíkur eftir að hafa tryggt okkur titilinn með því að leggja Keflavík á þeirra heimavelli. Hálft bæjarfélagið beið við Festi með blysum og tilheyrandi fjöri. Móttaka var í Festi og svo var bara taumlaus gleði," segir Marel.

Það var svolítið sérstakt að liðin sem urðu í 3. og 4. sæti deildarinnar léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn 1996. Grindavík varð í 3. sæti deildarinnar og sló út Hauka í undanúrslitum en Keflavík sem varð í 4. sæti sló út granna sína í Njarðvík. Þar með var Grindavík með heimaleikjaréttinn í úrslitaeinvíginu en samt reyndist útivöllurinn liðinu drjúgur.

„Þetta voru bæði hörku lið en við vorum vorum yngri og óreyndari. Keflavíkingar höfðu meiri hefð og mikla reynslubolta innanborðs sem höfðu unnið marga titla. Má þar nefna Jón Kr. Gíslason, Gauja Skúla, Sigga Ingimundar, Fal og fleiri. Við vorum með meira kjúklingalið en vorum öflugir í þriggja stiga skotunum og tvo turna í teignum sem hirtu fráköstin. Þetta var klárlega hápunkturinn á mínum ferli sem leikmaður. Einnig vil ég nefna fyrsta Norðurlandameistaratitli Íslendinga í boltagrein í tvo áratugi sem ég vann með U21 árs landsliði Íslands 1991. Í því liði voru Hjörtur og einnig Nökkvi Már Jónsson sem léku báðir með Grindavík síðar," segir Marel sem var 24 ára þegar hann varð meistari með Grindavík. Hann lék með landsliðinu á þessu tíma eða frá 1994 til 1997.

Viðtalið birtist í heild í leikskrá körfuboltans sem dreift verður í öll hús í dag.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!