Hestamannafélagiđ Brimfaxi reisir reiđhöll

  • Fréttir
  • 28. mars 2012

Hestamannafélagið Brimfaxi stendur í stórræðum en í ár verður byggð reiðhöll í hestamannahverfinu í Hópsheiði þar sem nú er reiðhringur. Samkvæmt samkomulagi Grindavíkurbæjar og Brimfaxa leggur bærinn 50 milljónir króna til byggingar reiðhallarinnar og er áætlað að hún verði tilbúin í haust.

Að sögn Hilmars Knútssonar, formanns Hestamannafélagsins Brimfaxa, er verið að bjóða út jarðvegsvinnu. Á teikniborðinu er reiðhöll sem er 26 metrar á lengd og 70 á breidd en sú stærð gæti breyst við lokahönnun hússins. Eftir að jarðvegsframkvæmdum lýkur verður smíði sökkulsins boðin út og hann smíðaður í sumar. Í haust er svo ráðgert að reisa höllina en að sögn Hilmars verður það gert í sjálfboðavinnu.

„Ég þekki vel til í fótboltanum og við munum notast við sömu aðferð, að fá félagsmenn sjálfa til að koma að byggingu grindarinnar undir stjórn vanra manna sem hafa reynsluna og þekkinguna. Þannig reisum við reiðhöllina með samstillu átaki félagsmanna," segir Hilmar. Þess má geta að Brimfaxi fékk einnig 7 milljón króna styrk hjá landsbúnaðaráðuneytinu í framkvæmdirnar. 

Í hestamannafélaginu Brimfaxa er nú skráðir um 80 félagar og er stefnt að því að fjölga þeim upp í 125 í sumar. Brimfaxi er nú í umsóknarferli til þess að öðlast aðild að Landssambandi hestamanna og öðlast þannig þátttökurétt á Landsmóti hestamanna. 125 félagsmenn tryggja tveimur hrossum keppnisrétt á landsmótinu.

Hilmar segir að mikill hugur sé hesta-áhugafólki í Grindavík enda muni aðstaðan gjörbyltast með nýju reiðhöllinni. Hilmar segist sjálfur hafa verið í hestamennsku sem krakki í Krýsuvík. Síðan tók hann sér rúmlega 30 ára hlé en byrjaði aftur fyrir þremur árum og síðan hefur hestabakterían heltekið hann!

Mynd: Valgerður Valmundsdóttir.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir