Fyrirlestur fyrir foreldra og nemendur í 6.-10. bekk

  • Fréttir
  • 27. mars 2012

Grunnskóli Grindavíkur, foreldrafélag grunnskólans, forvarnarteymi Grindavíkurbæjar, forvarnarteymi UMFG og velunnarar boða til fræðslufyrirlesturs um ógnanir og tækifæri Internetsins, hjá börnum og unglingum. Fyrirlesturinn verður haldinn í Hópsskóla fimmtudaginn 29.mars kl. 17.30 til 18.45.

Í fyrirlestrinum verður meðal annars farið yfir facebook, chatroulette, formspring, hvaða tölvuleiki er óhætt að leyfa börnum að spila, netvarnir og margt fleira. Að auki er farið yfir hvað sé í lagi að setja á netið og hvað ekki auk ótal dæmisagna úr íslenskum og erlendum veruleika.

Fyrirlesari er Hafþór Birgisson, frá SAFT en hann hefur haldið fjölda fyrirlestra um þessi mál frá árinu 2004.

Fyrirlesturinn er ætlaður foreldrum og nemendum í 6.bekk til 10.bekk.

Misstu ekki af þessu tækifæri og kynntu þér þessi þörfu mál sem varða okkur öll.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!