MSS í Grindavík bylting í menntun heimafólks

  • Fréttir
  • 25. mars 2012

Árið 2010 opnaði Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum útibú í Grindavík. Starfsemin fór vel af stað og mikill hugur í Grindvíkingum að mennta sig. Nokkuð góð þátttaka hefur verið á ýmsum námskeiðum. Fjölbreytt úrval námskeiða hafa verið haldin og m.a. hefur hópur útskrifast úr Menntastoðum en það er lengsta námsleið sem MSS hefur boðið upp á. 

Guðjónína Sæmundsdóttir forstöðumaður MSS segir að opnun útibús í Grindavík hafi komið til vegna umræðu um að Grindvíkingar væru ekki að sækja í MSS í sama mæli og önnur sveitarfélög. Á sama tíma var verið að stofna Fisktækniskólann og þótti tilvalið að þessar tvær stofnanir myndu koma saman og deila með sér húsnæði og jafnvel starfsfólki. Þetta hefur reynst afar vel enda mjög skynsamlegt fyrir tvær litlar stofnanir að vera saman.

Með stofnun útibúsins er vonast til að auka fjölbreytni í menntunarmöguleikum í Grindavík bæði hvað varðar tómstundanám, stutt námskeið og lengri námsleiðir. Grindvíkingar geta líka haft áhrif á framboðið með því að koma óskum sínum á framfæri. „Grunnreglan er sú að ef við höfum 10 einstaklinga sem vilja fara á tiltekið námskeið þá er hægt að halda það," segir Guðjónína.

Hjá MSS eru nú tveir starfsmenn í einu og hálfu stöðugildi. Ragnheiður Eyjólfsdóttir hóf störf hjá MSS s.l. haust og sinnir m.a. lengri námsleiðum.

Að mati Ragnheiðar hafa Grindvíkingar mikla möguleika á að bæta við sig þekkingu hér í heimabyggð t.d. með Skrifstofuskólanum, Grafískri hönnun, Færni í ferðaþjónustu eða tölvunámskeiðum. Byrjað er að taka við skráningum hjá einstaklingum sem eru áhugasamir um að vera með í Menntastoðum í haust auk þess sem verið er að skoða áhuga á þátttöku í Kvikmyndasmiðju.

Eydna Fossádal er bæði starfsmaður MSS og Fisktækniskólans. Hún sér um almenna skrif- stofuvinnu og heldur sérstaklega utan um tómstundanámskeiðin hjá MSS. Hún segir að gaman hafi verið að sjá hvenig íbúar hafa fjölmennt á hin ýmsu tómstundanámskeið. Framundan er fjölbreytt úrval námskeiða eins og sáningu krydd- og matjurta, saumanámskeið, svæðanudd, sushi og fleiri skemmtileg námskeið.

Að sögn Guðjónínu hefur þjónusta náms- og starfsráðgjafa fest sig í sessi hjá MSS og eru hátt í 2000 viðtöl framkvæmd hjá stofnuninni á ári bæði í formi einstaklingviðtala og hópráðgjafar. Hægt er að panta tíma með því að hringja á skrifstofuna eða senda netpóst.

Fjarnám á háskólastigi
Fjarnám er vinsæll kostur þegar einstaklingar ákveða að fara í nám. Hægt er að stunda fjarnám við ýmsa háskóla og framhaldsskóla. MSS býður fjarnámsnemendum upp á góða aðstöðu til náms. Fjölmargir fjarnemar útskrifast á hverju ári frá Háskólanum á Akureyri í hjúkrunarfræði, viðskiptafræði, leik- og grunnskólafræði o.s.frv..

Um 100 einstaklingar á Suðurnesjum nýta sér að fjarnám á háskólastigi og nota aðstöðu hjá MSS. Þar af eru nokkrir í Grindavík. Þetta er tækifæri til að stunda háskólanám í heimabyggð og er ekki spurning að fleiri ættu að nýta sér það tækifæri.

Ragnheiður og Eydna hvetja Grindvíkinga til að kíkja við á Víkurbrautinni og skoða hvað er í boði en úrvalið kemur eflaust á óvart.

„Við vonumst áfram eftir góðu samstarfi við Grindvíkinga og viljum við sérstaklega þakka Grindavíkurbæ fyrir að standa við bakið á okkur en það er ómetanlegt," segir Guðjónína að lokum.Menntastoðir - Nám á framhaldsskólastigi

Menntastoðir er nám á framhaldsskólastigi. Námið veitir einstaklingum aðgang að öllum frumgreinadeildum háskólanna og Háskóla-brú Keilis . Fjölbrautaskóli Suðurnesja metur námið einnig til eininga í skólann. Einn hópur hefur útskrifast úr Grindavík og áætl-að er að fara af stað með hóp næsta haust. Skráning er hafin.
Ummæli frá nemenda sem útskrifaðist vorið 2011 úr Menntastoðum:
„Þetta var bara fyrsta og jafnframt stærsta skrefið af því að maður var að byrja eftir allan þennan tíma. Nú er ég ekkert hætt því það sem ég ávann mest í þessu var hvað ég upplifði hvað það var gaman að læra.Bæði átti uppbyggingin á náminu vel við mig og auðvitað allir þessir góðu kennarar sem voru með okkur en þeir voru endalaust að hvetja okkur áfram".


Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum er sjálfseignastofnun sem hefur það markmið að efla sí- og endurmenntun Suðurnesjamanna. Starfsemi MSS er margþætt en rauði þráðurinn er að hjálpa einstaklingum að bæta við sig þekkingu og hjálpa þeim að taka fyrstu skrefin í átt að meiri menntun. Starfsfólk MSS kappkostar að veita ráðgjöf og persónulega þjónustu til íbúa svæðisins og skapa umhverfi til náms þar sem einstaklingum líður vel.

Náms- og starfsráðgjöf

MSS býður upp á náms- og starfsráðgjöf fyrir einstaklinga í Grindavík. Þessi þjónusta stendur öllum opin og er án kostnaðar. Þeir sem eru að velta fyrir sér hvert þeir eigi að stefna eru sérstaklega hvattir til að panta sér tíma.
Náms- og starfsráðgjafi getur veitt:
- upplýsingar um nám og störf
- aðstoð við að kanna áhugasvið og hæfni (áhugasviðsgreining)
- upplýsingar um mögulegar námsleiðir og styrki
- aðstoð við að setja markmið og útbúa námsáætlun
- tækifæri til að setjast niður með hlutlausum aðila og skoða stöðu sína almennt

Efri mynd: Edna og Ragnheiður starfsmenn MSS í Grindavík.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir