Dagskrá menningarviku sunnudaginn 25. mars

  • Fréttir
  • 25. mars 2012

Þá er runninn upp lokadagur menningarviku Grindavíkurbæjar. Safnahelgi er á Suðurnesjum og er ókeypis á öll söfn, þar á meðal Kvikuna. Í dag er einnig listastofu Helgu opin, ZUMBApartý í Hópsskóla og þá er Gunnar Þórðarson tónlistarmaður með tónleika á kaffihúsinu Bryggjunni. Dagskráin í heild sinni er eftirfarandi:

Minja- og myndasýning Þorbjarnar hf. Í gömlu fiskmóttökulúgunum við gamla salthúsið, sem nú hýsir Veiðafæraþjónustuna ehf. við Ægisgötu (Garðvegs megin) eru átta gluggar og einn gluggi að Hafnargötu

12, þar sem skrifstofa fyrirtækisins er. Í þessum gluggum er sýning á gömlum munum og myndum, sem safnast hafa upp hjá fyrirtækinu í gegnum árin bæði tengdum fiskveiðum og fiskvinnslu. Á flettiskjám eru
sýndar gamlar myndir frá starfsemi fyrirtækisins.

Lífið er saltfiskur, saltfiskhelgi MSM og Grindavíkurbæjar, saltfiskuppskriftarkeppni, saltfiskveisla, saltfisksýning. Félagið Matur-saga-menning (MSM) og Grindavíkurbær standa fyrir uppskriftakeppni
um besta saltfiskréttinn 2012. Matreiðslumennirnir Sigurvin Gunnarsson og Friðrik V. Karlsson meðlimir í
MSM velja fimm uppskriftir. Hægt er að senda uppskriftir í tölvupósti til sigurvingunnars@simnet.is í síðasta lagi 25. mars. Vinningsuppskriftir verða valdar í lok Menningarviku Grindavíkur 17.-24. mars, sjá nánar um fjölbreytta dagskrá á www.grindavik.is
1. verðlaun eru kr. 30.000, 2. verðlaun kr. 20.000, 3. verðlaun kr. 10.000, 4. verðlaun kr. 5.000 og 5. verðlaun kr. 5.000. Vinningsuppskriftir verða sýnilegar á vefsíðum www.matarsetur.is og
www.grindavik.is. Í Menningarviku mun Salthúsið í Grindavík bjóða upp á saltfiskrétti
sjá www.salthusid.is

Kl. 10:00 - 16:00 Handverksfélagið Greip Skólabraut 8. Opið hús.

Kl. 10:00 - 22:00 Northern Light Inn. Tolli með málverkasýningu. Einnig verður ljósmyndasýning þar sem myndir birtast á stóru tjaldi. Myndefnið er Ísland og eru teknar af ljósmyndaranum Brooks Walker.Kl. 10:00 - 22:00 Aðalbraut: Vettlingasýning - Sýndur verðurfjöldinn allur af heimaprjónuðum og hekluðum vettlingum frá grindvískum prjónakonum.

Kl. 11:00 - 17:00 - Kvikan. Í tilefni af Safnahelgi á Suðurnesjum verður frítt inn á báðar sýningar Kvikunnar, Saltfisksýninguna og Jarðorkusýninguna. Kaffihús opið á sama tíma.

Kl. 11:00 - 17:00 - Kvikan, ljósmyndasýningin - Góðan daginn,Grindvíkingur! Ljósmyndasýning fjögurra áhugaljósmyndara í Grindavík. Flestar myndirnar eru teknar í grindvískri náttúru síðustu árin. Haraldur H. Hjálmarsson, Eyjólfur Vilbergsson, Arnfinnur Antonsson og Valgerður Valmundsdóttir.

Kl. 13:00 - 16:00 Verslunarmiðstöðin 2. hæð - Málverkasýning. Opin sýning á málverkum Pálmars Guðmundssonar kennara og frístundamálara.

Kl. 13:00 - 16:00 Bókasafn Grindavíkur. Brúðusýning Rúnu Gísladóttur myndlistarmanns og kennara. Kynning á Ljósmyndasafni Grindavíkur - hægt að sitja við tölvu, skoða myndir og senda inn upplýsingar um þær.

Kl. 13:00 - 18:00 Listastofa Helgu. Opin vinnustofa að Vörðusundi 1. Allir velkomnir, léttar veitingar og notaleg stemming.

Kl. 14:00 Northern Light Inn. Tolli með málverkasýningu. Einnig verður ljósmyndasýning þar sem myndir birtast á stóru tjaldi. Myndefnið er Ísland og eru teknar af ljósmyndarnum Brooks Walker.

Kl. 15:00 Hópsskóli - ZUMBApartý. Allir velkomnir í Zumba.
Kennarar: Ásdís Sigurðardóttir Zumba-kennari ásamt gestakennurum. Aðgangseyrir kr. 1.000.

Kl. 20:30 - Bryggjan:
Gunnar Þórðarson, hinn eini sanni, með tveggja tíma tónleika.

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir