Árshátíđ unglingaskólans tókst vel

  • Fréttir
  • 22. mars 2012

Síðasta árshátíð Grunnskólans á þessu skólaári var þriðjudaginn 20. mars þar sem nemendur á unglingastigi áttu daginn. Mikil tilhlökkun ríkti í skólanum og búið var að skreyta skólann á ýmsan hátt. Búið að æfa leikrit og nemendur 7. bekkja voru búnir að æfa tónlistaratriði. Þá var eftirvænting eftir að sjá atriði kennara sem er ómissandi þáttur á þessum degi.

Salur skólans var þéttsetinn þegar nemendur 7. bekkja stigu á svið og töldu í árshátíðina. Þeir sungu, spiluðu á hljóðfæri og dönsuðu. Sannast sagna var ótrúlegt að verða vitni að því að skipt var um hljóðfæraleikara, menn skiptu um hljóðfæri, söngvarar streymdi inn á svið hver á fætur öðrum og enduðu á dansatriði. Mikið hæfileikafólk á ferðinni enda fengu þeir góðar viðtökur.

Leikhópur sem var búinn að vinna með leikstjóranum Guðmundi Jónasi Haraldssyni sýndi þvínæst leikritið Sagan segir sem var samið af unglingunum sjálfum. Eins og alltaf var mikil spenna eftir því að sjá hvernig til tækist. Sannast sagna gekk nánast allt upp og getur skólinn verið stoltur af frammistöðunni svo ekki sé meira sagt. Sagan góð og allir lögðust á eitt. Kennaraatriði sem ekki verður fjölyrt um vakti mikla athygli og kátínu. Sýndi svo ekki verður um villst að kennarar rokka!

Um kvöldið var síðan dansleikur undir öruggri stjórn Ingó og veðurguðanna sem sáu til þess að hitastigið í skólanu var við suðumark. Góð árshátíð og eitthvað sem allir muna og til þess var leikurinn gerður.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir