Hermann tekur ađ sér byggingu reiđhallarinnar

  • Fréttir
  • 22. mars 2012

Fyrir skömmu samþykkti fjölmennur fundur í hestamannafélaginu Brimfaxa að fela Hermanni Th. Ólafssyni, kenndur við Stakkavík, forsjá byggingu reiðhallar að stærð 26x70 m í nafni félagsins í nánu samstarfi við stjórn og aðra félagsmenn. Hermann afhenti stjórn félagsins undirskrifað bréf þar sem hann ábyrgist það að höllin komist upp fyrir þá peninga sem félaginu stendur til boða og brúa það bil sem á vantar.

„Það verður að teljast rausnarlegt og í meira lagi höfðinglegt að Hermann skuli vera tilbúin að takast á við slíkt verkefni. Vil ég nota tækifærið til að þakka Hermanni fyrir hans framgöngu í þessu máli og óska Brimfaxafélögum til hamingju með þetta stóra skref sem tekið var með þessari samþykkt og þessu bréfi frá Hermanni,“ segir Hilmar Knútsson formaður á heimasíðu Brimfaxa.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir