Guđbergskvöld á Bryggjunni

  • Fréttir
  • 22. mars 2012

Einn af hápunktum menningarvikunnar er í kvöld fimmtudaginn 22. mars kl. 21:00 en þá verður Guðbergskvöld á kaffihúsinu Bryggjunni.  Dagskráin verður tileinkuð Guðbergi Bergssyni rithöfundi og heiðursborgara Grindavíkur. Að sögn Aðalgeirs Jóhannssonar, verts á Bryggjunni, mun Guðbergur sjálfur vera með upplestur og síðan verður dagskrá tengd honum.

 

„Dagskráin er honum til heiðurs. Ég verð var við það hér á Bryggjunni þegar við fáum ferðamenn hingað, hversu mikinn áhuga þeir sýna Guðbergi og hans verkum og ævistarfi. Þegar öllu er á botninn hvolft er Guðbergur líklega mesti aflakóngurinn á Bryggjunni,"  segir Aðalgeir en þess má geta að á kaffihúsinu er skilti með öllum aflakóngum Grindavíkur á tuttugustu öldinni.

Aðalgeir segist hafa lóðsað ferðamenn um söguslóðir í bókum Guðbergs í Grindavík og hafi þeir sýnt þessu mikinn áhuga.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun