Börnin skemmtu sér vel - Listaverk hjá 1. bekk

  • Fréttir
  • 21. mars 2012

Samkomusalur Hópsskóla var þétt setinn í gær þegar Möguleikhúsið sýndi barnaleikritið Prumpuhólinn í tilefni menningarvikunnar. Leiksýningin var fyrir nemendur Hópsskóla og leikskólabörn sem kunnu sannarlega vel að meta þetta frumlega og skemmtilega leikrit. Alþjóðlegi barnaleikhúsdagurinn var í gær. 

Þá komu nemendur úr 1. bekk Hópsskóla í verslunarmiðstöðina þar sem þau komu fyrir listaverki sem nefndir „Grindavík, bærinn okkar!" sem er sannarlega stórskemmtleg sýning. Er því óhætt að segja að verslunarmiðstöðin sé núna miðstöð myndlistar því þar tróna verk um alla ganga eftir leikskóla- og grunnskólabörn og svo á efri hæðinni er málverkasýning Pálmars Guðmundssonar.

Efri mynd: Nemendur í 1. bekk Hópsskóla í verslunarmiðstöðinni.

Prumpuhóllinn sló í gegn í Hópsskóla.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir