Menningarveisluborđ - Myndasyrpa

  • Fréttir
  • 20. mars 2012

Menningarveisluborðið í Grindavík er fjölbreytt og ýmislegt um að vera alla dagana vikunnar. Hér má sjá myndir frá framlagi leikskólabarna, grunnskólabarna, Ómars Smára Ármannssonar, Kvartett Einars Schevings á Bryggjunni og fleiri til menningarvikunnar í Grindavík.

Efsta mynd:  Leikskólakrakkar frá Króki eru með myndlistasýningu í verslunarmiðstöðinni en þau vinna með Guðberg Bergsson og Sigvalda Kaldalóns þessa dagana.

Ómar Smári Ármannsson kynnti útkomu nýrrar bókar um sögu og minjakort Grindavíkur sem hann hafði veg og vanda af.

Ómar Smári er fróður maður og kom víða við í erindi sínu.

Frábærir tónleikar voru á Bryggjunni með kvartett Einars Scheving. Þarna voru listamenn á heimsmælikvarða og hér er það Óskar Guðjónsson saxafónleikari sem fer á kostum.

Kvartett Einars Scheving á Bryggjunni. Óskar á saxafóninn, Eyþór Gunnarsson á píanó, Einar sjálfur á trommum og Valdimar K. Sigurjónsson á bassa.

Skólahópurinn á Leikskólanum Laut er með ljósmyndasýningu í verslunarmiðstöðinni. Krakkarnir fóru út í náttúruna og mynduðu það sem þeim fannst áhugaverðast og er óhætt að segja að þar komi margt skemmtilegt á óvart. Frábær sýning!

Leikskólakrakkar að skoða málverka sýningu Pálmars Guðmundssonar í verslunarmiðstöðinni.

Nemendur í 5. bekk grunnskólans opnuðu ljóðasýningu í sundlauginni. Þar geta gestir laugarinnar lesið ljóð á göngunum og líka í heita pottinum. Yrkisefnið er fjölbreytt og þarna leynast efnileg ljóðskáld.

L

Ljóðskáldin í 5. bekk fyrir utan sundlaugina.

Arna Sif Elíasdóttir ljóðskáld en ljóð hennar má lesa í heita pottinum og heitir Ljóð um mús.

Gestir á Bryggjunni á tónleikum Einars Scheving.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir