Vilhjálmur for á kostum á Bryggjunni

  • Fréttir
  • 29. febrúar 2012

Vilhjálmur Birgisson verkalýðsfrömuður frá Akranesi var milliliðalaust á kaffihúsinu Bryggjunni í morgun og var húsfyllir. Vilhjálmur fjallaði aðallega um sukkið og vitleysuna í kringum lífeyrissjóði landsmanna og dró þar ekkert undan í gagnrýni sinni á þá aðila sem hafa ráðið þar ríkjum.

Fjörlegar og skemmtilegar umræður voru á fundinum og lýstu fundargestir yfir mikilli ánægju með framgöngu Vilhjálms í baráttu fyrir bættum kjörum verkafólks og fyrir gagnrýni hans á lífeyrissjóðina og verkalýðsforystuna í landinu.

„Það eru meiri líkur á því að þú verðir forseti Norður-Kóreu en ASÍ," sagði Vilhjálmur  m.a. þegar hann svaraði spurningu eins fundarmanns á fundinum um verkalýðsmál.

Skemmtilegt myndband frá fundinum fylgir fréttinni.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!