Metnađarfullir búningar á öskudaginn!

  • Fréttir
  • 22. febrúar 2012

Litskrúðugir búningar, keyptir og heimagerðir ásamt náttfötum, var klæðnaður nemenda skólans í dag. Tilefnið var að sjálfsögðu öskudagurinn. Bæði unglingastig og miðstig fékk að slá köttinn úr tunnunni og fengu allir veglega nammipoka eftir að nemendum tókst að tæta „tunnuna" í tvennt. Tunnukóngurinn á unglingastiginu var Gabríel í 7.U og á miðstiginu var það Árni Magni í 5.S. Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag. Þar má að sjálfsögðu sjá vinningsbúningana líka.

Karíus og Baktus

1. verðlaun á unglingastiginu - Geimverurnar Guðrún, Karen og Emily

Kötturinn sleginn úr tunnunni

3. sæti á miðstigi - Thea í 4.H bekk og Angela í 6.KM

2. sæti á miðstigi, Una Rós og Jenný í 4.H

Sigurvegari í búningakeppninni á miðstigi, Unnur Guðrún í 5.K í glæsilegum Avatar búningi!

Allir verðlaunahafar með verðlaunin sín.

Starfsfólk tók fullan þátt, hér er skólaritarinn aðeins búinn að bæta á sig eftir bolludaginn :)

Umsjónarkennarar í 6. bekk voru mjög samtaka í búningavalinu. Hér eru þær allar í náttfatakisubúningum....

...með rófu!

Ásdís og Sylvía Sól í 6.bekk, í náttfötum og heimagerðum búningi.

Stelpur úr 6. bekk alsælar með öskudaginn á leið í hádegismat.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!