Skemmtilegt tannverndarverkefni

  • Fréttir
  • 20. febrúar 2012

Fyrsta vikan í febrúar ár hvert er helguð tannvernd á heilsuleikskólanum Króki og í ár var sjónum beint að sykri í matvælum/sælgæti og sykurneyslu.  Vikan á Króki var undirlögð af fræðslu um tannheilsu með ýmsum hætti. Króki áskotnaðist mjög skemmtilegt námsefni tengt tannvernd sem var ákveðið í framhaldinu að nota reglulega í skólanum þar sem þetta er að sjálfsögðu fræðsla sem er aldrei of oft kveðin.

 

Það var hún Ingibjörg Óla kennari á Grænuhlíð sem kom með forláta svuntu sem hefur að geyma ýmsa fræðslu tengdri tannvernd, svuntan hefur fengið nafnið Tannálfasvuntan. Á svuntunni eru margir vasar sem hafa að geyma ýmislegt tengt fræðslunni eins og t.d. tannbursta, tannkrem, eina skemmda og eina heila tönn, myndir að hollum og óhollum mat ásamt ýmsum myndum tendum efninu. Í vikunni fóru börnin svo í heimsókn til Guðmundar tannlæknis sem var mjög hrifin af verkefninu og ætlar að bæta fleiri tönnum í safnið okkar. Myndirnar tala sínu máli. Sjá hér.

Hvetjum við foreldra til að vera duglega við að stuðla að tannheilsu barna sinna með hæfilegri sykurneyslu, hollu mataræði og tannburstun.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun