Breyting á fatapeningum

  • Fréttir
  • 16. febrúar 2012

Fyrir bæjarráði lá fyrir beiðni trúnaðarmanna í grunnskóla um breytingu á fatapeningum samkvæmt kjarasamningi við STFS. Í kjölfar funda með trúnaðarmönnum starfsmanna sem starfa á grundvelli kjarasamnings STFS við Samband íslenskra sveitarfélaga leggur bæjarstjóri fram eftirfarandi tillögu að framkvæmd kafla 8.2 VINNU, HLÍFÐAR- OG EINKENNISFÖT í kjarasamningnum. 

„Starfsmenn allra deilda nema grunnskóla og leikskóla vilja fylgja ákvæðum í kafla 8.2 kjarasamnings. Starfsmenn í grunnskóla og leikskóla óska eftir því að fá greidda peninga í stað þess að fylgja ákvæðum kafla 8.2. í kjarasamningi.
Í ljósi þess er lagt til að allar deildir fái föt samkvæmt kjarasamningi, utan skóla og leikskóla.
Starfsmenn skóla og leikskóla fái greidda fatapeninga samkvæmt gr. 8.2.7 í kjarasamningi, þ.e. 19,37 kr á unna klst. á mánuði. Ofan á þá fjárhæð bætist 10.000 kr. Samtals 50.289 kr. Fjárhæðin verði óbreytt út gildistíma kjarasamningsins, þ.e. til 30. júní 2014. Með nýjum kjarasamningi verði fylgt þeim ákvæðum sem þar verða um föt, án undantekninga. Starfsmenn sem eru í 50% starfshlutfalli og minna fái hálfa úthlutun eins og samningurinn kveður á um.“

Tillaga var samþykkt samhljóða


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir