Benóný fyrsti heiđursfélagi Verkalýđsfélags Grindavíkur

  • Fréttir
  • 15. febrúar 2012

Verkalýðsfélag Grindavíkur hélt upp á 75 ára afmæli sitt síðasta sunnudag með pompi og pragt þar sem félögum og velunnurum var boðið í afmæliskaffi í Salthúsinu. Í afmælishófinu var Benóný Benediktsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur síðustu 28 árin, gerður að fyrsta heiðursfélaga félagsins.

Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinafélags Íslands afhenti Benóný heiðursviðurkenninguna. Benóný sagði við heimasíðuna að hann hefði ekki haft hugmynd um að þetta stæði til og því hefðu viðurkenningin komið honum skemmtilega á óvart.

En hann er ekki einn um það að hafa setið svona lengi í stjórninni. Kristólína Þorláksdóttir hefur verið ritari í 28 ár en þau gengu saman inn í stjórnina 1983. Kristólína, kölluð Lína í Vík, segir að þau hafi vantað
á aðeins einn fund öll þessi ár, hún vegna hnjáliðaaðgerðar og Benóný vegna aðgerðar á fæti. 

Benóný hafði verið varamaður Verkalýðsfélagsins í sex ár áður en hann tók við formennskunni en til stóð að það yrði aðeins í eitt ár því sameina átti Verkalýðsfélag Grindavíkur og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur.

Ekkert varð af þeim fyrirætlunum og því hefur Benóný stýrt félaginu í tæpa þrjá áratugi en hann er orðinn 83 ára gamall og er elsti verkalýðsforingi á landinu. Hann segist engu geta svarað um hversu lengi hann verður formaður, það fari eftir ýmsu.

„Það er svolítið gaman að segja frá því að þegar ég fór á Alþýðusambandsþing í fyrra var ég elsti fulltrúinn á landinu. Barnabarnið Benóný Harðarson var með mér sem fulltrúi á þinginu og hann var sá yngsti. Þetta var ansi skemmtilegt," sagði Benóný við Jólablað Grindavíkur á síðasta ári.

Fjöldi fólks lagði leið sína í afmæliskaffi og naut góðra veitinga. Skemmtikraftarnir Davíð Ólafsson og Stefán Íslandi tóku jafnframt nokkur lög við góðar undirtektir.

Myndir: Kristinn Benediktsson.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir