Atvinna í Bláa lóninu

  • Fréttir
  • 14. febrúar 2012

Bláa lónið auglýsir þrjú laus störf þessa dagana. Í fyrsta lagi mannauðsstjóra, í öðru lagi matreiðslunema og framreiðslunema og í þriðja lagi kvenkyns nuddara. Umsóknarfrestur um bæði þessi störf er til 20. febrúar. Sjá nánar um störfin að neðan og einnig hér.

Mannauðsstjóri - dreymir þig um að leikstýra einu af undrum veraldar?

Bláa Lónið hefur margsinnis verið valið einn besti spa staður á heimsvísu sem byggir á einstakri upplifun gesta þar sem frammistaða starfsmanna skiptir höfuðmáli. Staðurinn er einstakur að því leiti að við tökumst á við fullt af óvæntum uppákomum á degi hverjum og búum yfir mikilli lífsgleði og orku. Við leitum því að metnaðarfullum og úrræðagóðum mannauðsstjóra sem laðar fram það besta í hverjum og einum starfsmanni.

Hlutverk
Mótun og framfylgd starfsmannastefnu
Greining á mannaflaþörf og umsjón með ráðningum í samráði við aðra stjórnendur
Endurskoðun á núverandi vaktakerfi • Gerð ráðningasamninga og samræming verkferla
Endurskoðun á frammistöðumati starfsmanna og bónusa- og fríðindakerfum
Móttaka nýrra starfsmanna og umsjón með þjálfun þeirra
Umsjón með starfsþróun, innri vef og fræðslumálum

Persóna
Menntun á sviði mannauðsmála
Reynsla af sambærilegum störfum nauðsynleg
Framúrskarandi samskipta- og leiðtogahæfileikar
Frumkvæði og hæfni til að innleiða breytingar og vinna í teymi
Reynsla af stjórnun vaktavinnustaða æskileg
Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
Mjög góð tölvukunnátta
Umsóknarfrestur er til 20. febrúar. Frekari upplýsingar veitir Dagný H. Pétursdóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa Lóninu, netfang dagny@bluelagoon.is.
Umsækjendur eru beðnir um að fylla út rafræna umsókn

Matreiðslunemi og framreiðslunemi

Það stefnir í metár hjá okkur. Ert þú neminn sem vilt taka þátt í skemmtilegu ævintýri með okkur? Um er að ræða spennandi framtíðarstarf með metnaðarfullu og framsæknu veitingateymi. Viðamikil veitingastarfsemi er hjá Bláa Lóninu, veitingstaðurinn LAVA, Blue Cafe og Lagoon bar. Glæsilegir funda- og ráðstefnusalir eru einnig í Bláa Lóninu og í Eldborg í Svartsengi. Innan raða Bláa Lónsins starfa úrvals starfsmenn sem búa yfir mikilli hæfni í mannlegum samskiptum, eru agaðir og fágaðir í framkomu og sinna starfi sínu af mikilli samviskusemi.

Við leitum að matreiðslunema sem:
Vill læra af þeim bestu
Langar að vinna á skemmtilegum vinnustað
Er samviskusamur, stundvís og sýnir frumkvæði
Er kraftmikill og metnaðarfullur
Er jákvæður
Við leitum að framreiðslunema sem:
Getur tekist á við óvæntar uppákomur
Hefur fágaða framkomu en býr jafnframt yfirmikilli lífsgleði og orku
Langar að vinna á líflegum vinnustað
Er með gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
Er samviskusamur, stundvís og sýnir frumkvæði
Búseta í næsta nágrenni við Bláa Lónið er kostur. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar. Nánari upplýsingar veitir Magnús Héðinsson í síma 420-8822 virka daga.
Umsækjendur eru beðnir um að fylla út rafræna umsókn

Kvenkynsnuddari óskast

Bláa Lónið þarf að bæta við í sterkt teymi nuddara vegna mikillar eftirspurnar eftir frábærum meðferðum sem í boði eru. Við leitum að kvenkynsnuddara sem hefur haldgóða reynslu og menntun. Starfið krefst vilja til að veita framúrskarandi þjónustu, mikillar hæfni í mannlegum samskiptum og almenns líkamlegs hreystis. Mikill kostur ef viðkomandi býr í nágrenni við Bláa Lónið.
Um framtíðarstarf er að ræða í 2-2-3 vaktakerfi frá kl. 11.00-18.00.
Umsækjendur eru beðnir um að fylla út rafræna umsókn

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!