Lífshlaupiđ hefst á miđvikudaginn

  • Fréttir
  • 30. janúar 2012

1. febrúar næstkomandi hefst Lífshlaupið, verkefni sem heilsu- og hvattningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ísland á iði, stendur fyrir. Um er að ræða vinnustaðakeppni, hvatningarleik fyrir grunnskóla og einstaklingskeppni um allt land sem stendur til 21. febrúar. Meginmarkmið Lífshlaupsins er að hvetja almenning til að hreyfa sig og huga að sinni daglegu hreyfingu í frítíma, heimilisstörfum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta.

Skrá má alla hreyfingu inn á vef verkefnisins, lifshlaupid.is, svo framarlega sem hún nær ráðleggingum Lýðheilsustöðvar um hreyfingu. Börn og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag og fullorðnir a.m.k. 30 mínútur á dag.

Keppnisflokkarnir eru 7 eftir fjölda starfsmanna á vinnustaðnum:
Vinnustaðir raðast upp í eftirfarandi flokka eftir heildar fjölda starfsmanna á vinnustaðnum: 3-9 starfsmenn, 10-29 starfsm., 30-69 starfsm., 70-149 starfsm.,150-399 starfsm., 400- 799 starfsm. og 800 o.fl. starfsm. 

Keppnisgreinarnar eru 2:
1) Flestir þátttökudagar (hlutfallslega m.v. heildar fjölda starfsmanna á vinnustaðnum).
2) Flestar mínútur (hlutfallslega m.v. heildar fjölda starfsmanna á vinnustaðnum).

Glæsilegir verðlaunaskildir er veittir fyrir efstu þrjú sætin í hverjum flokki 

Hér að neðan má sjá frekari upplýsingar um hlaupið:
Hvernig er best að bera sig að - Vinnustaðir
Hvatningarbréf - Vinnustaðir
Vinnustaðakeppni
Starfsmannafjöldi í Lífshlaupinu
Skráningarblað 16 ára og eldri
Reglur


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir