Framtíđaruppbygging íţróttamannvirkja - Samţykkt ađ fara í 1. áfanga

  • Fréttir
  • 26. janúar 2012

Lokaskýrsla vinnuhóps vegna framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Grindavík var lögð fram á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi.  Í vinnhópnum sátu fulltrúar allra lista í bæjarstjórn Grindavíkur auk fulltrúa UMFG. Haldinn var kynningarfundur með öllum deildum UMFG og óskað eftir ábendingum og athugasemdum. Vinnuhópurinn hefur brugðist við ábendingum eftir föngum.

Tillögur nefndarinnar eru byggðar á þeim kröfum og forsendum sem bæjarstjórn setti vinnuhópnum á fundi sínum þann 28. september síðastliðinn. 

Þær voru eftirfarandi:
Að sameina inngang og afgreiðslu íþróttahúss og sundlaugar með það markmiði að nýta starfsfólk sem best og að inngangurinn sé skemmtilegur og aðlaðandi fyrir gesti og gangandi. 
Að íþróttahúsið geti nýst sem veislusalur fyrir 350-400 gesti á snyrtilegan og einfaldan hátt
Að körfuknattleiksvöllur verði löglegur.
Að bæta æfingaaðstöðu fyrir júdódeild og taekwondo.
Að bæta æfingaaðstöðu og áhaldageymslu fyrir fimleikadeild.
Að almenningsíþróttir fái að njóta sín.
Að húsnæðið rúmi sameiginlega aðstöðu fyrir deildir UMFG til funda og skrifstofuhalds. 
Að bygginging sé í samræmi við aðrar byggingar á reitnum, látlaus og að fermetrar nýtist sem best.

Vinnuhópurinn leggur til að verkinu verði skipt í fjóra áfanga. 
Forsendur miða við endurskipulag á eldra húsnæði með breyttri nýtingu auk nýbygginga. Byggingaráformin á íþróttasvæðinu sem hér eru kynnt má skipta niður í a.m.k. 4 áfanga, en þeir eru:
1. Stækkun íþróttahúss, þar sem byggt er við salinn til suðurs.
2. "Íþróttamiðstöð Grindavíkur" viðbygging við íþróttahús, með tengigöngum að sundlaugarbyggingu að norðan og að búningsklefum knattspyrnu að sunnan.
3. Innanhússbreytingar íþróttahúss þar sem fyrirkomulag á aukarýmum er breytt. 
4. Innanhússbreytingar sundlaugarbyggingar þar sem innréttuð er líkamsræktaraðstaða í stað núverandi aðstöðu.

Þrjú atriði vega þungt í hönnun aðstöðunnar.
Aðgengismál. Aðgengi allra skal vera tryggt að allri starfsemi bygginganna og tekið verði tillit til ólíkra tegunda fötlunar við útfærslu.
Vinnuvistfræði og öryggismál. Íþróttahús er vinnustaður ólíkra hópa og því mikilvægt að taka sérstakt tillit til þeirra í hönnunarvinnunni.
Veðurfarsaðlögun. Ný mannvirki verði hönnuð með sérstöku tilliti til skjólmyndunar umhverfis þau einkum við innganga.

Kostnaður 
Heildarkostnaður er áætlaður 714.516.000 kr. fyrir samtals 2.004 m2 og endurbætur á núverandi húsnæði.
Á fundi bæjarstjórnar þann 22. desember var umsögn PricewaterhouseCoopers (PWC) um áhrif fjárfestinganna á fjárhagsafkomu sveitarsjóðs lögð fram. Umsögnin var unnið á grunni 65. gr. laga nr. 45/1998. Meginniðurstaða PWC er heildaráhrif fjárfestingarinnar á sjóðsstreymi sveitarfélagsins verði á bilinu 27,5 - 31 mkr. á ári fyrstu 10 árin en að liðnum 10 árum ættu þau að verða um 37,6 mkr. Þessu til viðbótar aukast afskriftir varanlegra rekstrarfjármuna sem nemur 2,5% af fjárfestingunni en það samsvarar tæplega 17 mkr. á ári. Þetta leiðir til þess að áhrif fjárfestingar á rekstrareikning sveitarfélagsins gæti numið um 44 - 48 mkr. á ári fyrstu 10 árin.

Bæjarstjórn þakkar vinnuhópnum vel unnin störf. 

Í fjárhagsáætlun ársins 2012 og þriggja ára rammaáætlun fyrir árin 2013-2015 er gert ráð fyrir fjármagni til framkvæmdanna og þess rekstarkostnaðar sem til fellur á þessum tíma í samræmi við þá áfangaskiptingu sem vinnuhópurinn leggur til. 
Bæjarstjórn samþykkir tillögur vinnuhópsins eins og þær liggja fyrir í skýrslunni og að hefja vinnu við deiliskipulag svæðisins og hönnun mannvirkjanna. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að hefjast handa við 1. áfanga verkefnisins og felur bæjarráði að skipa byggingarnefnd. 

Bókun
Þessi teikning sem hér liggur frammi til afgreiðslu, um uppbyggingu á íþróttasvæðinu er mjög góð og kemur öllum íþróttagreinunum til góða, sérstaklega fyrir inni- og almenningsíþróttir. 
Þegar þessari framkvæmd er lokið verður að huga að áframhaldi á uppbyggingu við Hópið.

Fulltrúi D-lista.

Frumdrög að framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir