Ţriggja ára áćtlun samţykkt - Tćpur milljarđur í framkvćmdir

  • Fréttir
  • 26. janúar 2012

Þriggja ára rammaáætlun 2013- 2015 var lögð fram til síðari umræðu á fundi Bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar í gærkvöldi. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslu fór yfir helstu forsendur og niðurstöður áætlunarinnar. 

Rekstrarniðurstaða í samanteknum reikningsskilum fyrir árin 2013 - 2015 er eftirfarandi 
Árið 2013 36,1 milljón kr.
Árið 2014 55,5 milljónir kr.
Árið 2015 45,8 milljónir kr.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir áranna 2013 - 2015 verði eftirfarandi:
Árið 2013 433,0 milljónir kr.
Árið 2014 351,5 milljónir kr.
Árið 2015 187,5 milljónir kr.

Í áætluninni er gert ráð fyrir að ganga þurfi á handbært fé til framkvæmdanna og er handbært fé áætlað í árslok 2015 1.072,0 milljónir króna og mun það því lækka um 95 milljónir á þessu þriggja ára tímabili. 
í árslok 2015 er gert ráð fyrir að heildareignir verði 7.296,8 milljónir króna og skuldir og skuldbindingar samtals 1.394,9 milljónir króna. Eigið fé verður því 5.901,9 milljónir kr.

Gangi áætlunin eftir mun Grindavíkurbær ná fjárhagslegum markmiðum sínum árið 2013 eins þau voru samþykkt á 401. fundi bæjarstjórnar.

Í markmiðunum var lagt upp með að EBIDA yrði 15% á árinu 2014, en samkvæmt áætluninni verður hlutfallið um 14,5%. 

Bæjarstjóri leggur til að markmiðin verði endurskoðuð í ljósi þess að nánast öll lán bæjarsjóðs Grindavíkur og stofnana hans eru uppgreidd og að sett verði markmið fyrir árið 2015. Tillögunni er vísað til umræðu í bæjarráði.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða þriggja ára áætlun 2013-2015


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!