Bláa lóniđ byggir ţjónustuhús viđ bílastćđi

  • Fréttir
  • 26. janúar 2012

Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi erindi frá Bláa Lóninu sem óskaði eftir breytingu á deiliskipulagi við Bláa Lónið í Grindavík sbr. uppdrætti og greinargerð dags. desember 2011 unnið af Basalt arkítektum. Í því felst m.a. að byggja þjónustuhús við bílastæði sem sem jafnframt verður upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og töskugeymsla.

Heilsulind Bláa Lónsins hefur verið starfrækt á núverandi stað frá 1999. Í deiliskipulagi fyrir þjónustureitinn frá 1996 var eftirfarandi starfsemi skilgreind: Baðstaður, meðferðarstöð og hótelbygging. Á lóð var skilgreint tjaldstæði við bílastæði gesta. Lækningalind (meðferðarstöð) er þegar byggð á aðliggjandi reit skv. deiliskipulagi frá 2002. Því er sú starfsemi ekki á nýju deiliskipulagi. Tjaldstæði er í Grindavíkurkaupstað og því ekki þörf á slíkri þjónustu á athafnasvæði Bláa Lónsins hf. Uppbygging hótels við Heilsulindina er fyrirhuguð á sama stað og deiliskipulagið frá 1996 kveður á um. Ný aðstaða fyrir heilsulindarþjónustu er fyrirhuguð sem skal tengjast hótelinu annars vegar og núverandi Heilsulind hins vegar.

Niðurstaða ítarlegra kannana sýna að mikil þörf er fyrir þjónustuhús við bílastæði Heilsulindarinnar. Stór hluti gesta kemur í hópferðarbílum sem koma mislangt að og safnast saman á bílastæðunum áður en lengra er haldið. Húsið verður upplýsingamiðstöð ferðamanna fyrir Reykjanes, snyrtingar og töskugeymsla. S.l. tvö ár hefur töskugeymsla í einingahúsi úr timbri verið rekin á staðnum á bráðabirgða byggingarleyfi bæjaryfirvalda. Í deiliskipulagi er ný lóð innan reitsins skilgreind undir þessa þjónustu. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál