Grindavík skođar tvo Dani

  • Íţróttafréttir
  • 25. janúar 2012

Tveir danskir miðjumenn, fæddir 1987 og 1988, koma til Grindavíkur í dag og verða til skoðunar hjá knattspyrnuliði félagsins næstu daga.

„Guðjón fór út til Danmerkur í síðustu viku og kíkti á nokkur lið og út úr því kom að við fáum til okkar tvo danska leikmenn á morgun. Ef okkur líst vel á þá munum við semja við þá en þeir eru báðir með lausa samninga," sagði Jónas Þórhallsson formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur við Morgunblaðið í gær en sem kunnugt er var Guðjón Þórðarson ráðinn þjálfari liðsins.

Grindvíkingar hafa náð samkomulagi við framherjann Tomi Ameobi um að hann leiki með liðinu á komandi tímabili en hann lék undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar hjá BÍ/Bolungarvík og vakti þar verðskuldaða athygli fyrir góða frammistöðu. Áður höfðu Grindvíkingar fengið sóknarmanninn Pape Mamadou Faye frá Leikni. Þeir hafa hins vegar séð á eftir Orra Frey Hjaltalín og Jóhanni Helgasyni og flestum af útlendingunum sem léku með þeim á síðasta tímabili.

Tap gegn Stjörnunni

Grindavík mætti Stjörnunni í fótbolti.net mótinu í Kórnum. Stjarnan vann 3-1 en Pape Mamadou Faye nýr sóknarmaður liðsins skoraði mark Grindavíkur.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!