Gleđi og sköpun í útinámi

  • Fréttir
  • 19. janúar 2012

Það er víst óhætt að segja að vetur konungur hafi látið okkur finna fyrir sér síðustu vikur og á leikskólanum Króki finnur starfsfólkið að börnin sakna þess að geta ekki verið eins mikið úti og venja er. Það hefur þó ekki aftrað þeim í að efla útinám leikskólans í vetur með því að flytja hluta skólastarfsins út. 

 

Margt er brallað í útinámi og er markmiðið að glæða leikskólanámið og nýta upplifanir barnanna utan dyra sem náms- og þroskaleið. Sjarminn við útikennslu er að það er aldrei hægt að sjá fyrir hvað gerist því börnin verða mjög skapandi í nátúrunni þar sem nálægðin við hana veitir þeim mikið frelsi og gleði.

Í útináminu er unnið með listsköpun, hreyfingu, málrækt, stærðfræði, vísindi, Hjálparhendur, jóga o.fl.. Kennslustundin byrjar að sjálfsögðu í fataklefanum þar sem börnin læra að klæða sig sjálf eftir veðri, læra orð, tölustafi, hjálpsemi og þolinmæði svo eitthvað sé nefnt. Þau læra einnig umferðarreglur, að ganga í röð og að fara eftir fyrirmælum.

Útinám er hluti af heilsueflingu þar sem markmiðið er að efla heilbrigði og vellíðan barnanna. Reynsla leikskóla sem hafa aukið útnám, sýnir að börn öðlist meira líkamlegt heilbrigði. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að börn sem fá hreyfingu og frískt loft reglulega verða síður veik. Í kaupbæti eflast tengsl og virðing barnanna fyrir náttúrunni og umhverfinu í heimabyggð.

Á MYNDUNUM á heimasíðu Króks má sjá fjölbreytt nám úti í náttúrunni s.s. eins og fuglaskoðun því ef vel er að gáð sést fuglahópur í hrauninu á einni myndinni.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál