Erfiđasti og dýrasti veturinn í snjóruđningi

  • Fréttir
  • 19. janúar 2012

Kostnaður Grindavíkurbæjar við snjómokstur í nóvember og desember er á sjöundu milljón króna. Sérstaklega var desember snjóþungur mánuður og að sögn Braga Ingvasonar í þjónustumiðstöðinni hefur hann aldrei lent í því, öll þessi ár hjá áhaldahúsinu, að þurfa að standa eins lengi í snjómokstri líkt og undanfarnar vikur.

Bragi segir að starfsmenn áhaldahússins og verktakar í bænum hafi haft í nægu að snúast í snjómokstrinum. Vissulega hafi verið mikið að gera í snjómokstri í upphafi árs 2008, sem mörgum er í fersku minni. En sú törn stóð yfir í skamman tíma en að sögn Braga er þessi vetur sá langerfiðasti sem hann rekur minni til í snjómokstri.  Og loksins þegar snjórinn var að mestu farinn um helgina bættist aftur í snjóinn síðustu daga og hefur þurft að grípa til snjóruðningstækjanna á ný.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!