Framkvćmdir viđ bensínstöđ Olís

  • Fréttir
  • 18. janúar 2012

Nú standa yfir framkvæmdir við bensínstöð Olís að Hafnargötu 7. Búið er að færa ÓB dælurnar tímabundið vestur fyrir húsið og nú á næstu dögum verður planið fyrir framan húsið brotið upp til þess að hægt sé að skipta um bensín og olíutanka þar undir. 

Að sögn Jóns Gauta Dagbartssonar, umboðsmanns Olís í Grindavík, munu nýjar ÓB dælur koma fyrir framan húsið og eiga þær að vera undir það búnar að þola íslensk/grindvíska veðráttu. Í apríl mun svo verslunarstarfsemi stöðvarinnar  færast niður í umboð að Seljabót 6 og mun þar verða opnuð ný og betri búð.

„Bensínstöðin er þó ennþá opin og verður það út mars. Þvottaplanið, ryksugan og loftdælan munu halda sér á sínum stað við stöðina en hún mun í sjálfu sér vera ÓB bensínstöð eftir þessar breytingar. Framtíðarplanið er svo að byggja upp nýja stöð á lóð stöðvarinnar er fram líða stundir.  Eru allir sem hafa vanið komu á bensínstöðina beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Einnig er öllum bent á að hægt er að fá ÓB lykil á bensínstöðinni eða niður í umboði hjá mér og Marteini. Þeir sem aldrei hafa notað Ób lykil eða ÓB dælurnar geta haft samband við mig og starfsfólk Olís í Grindavík  og við munum hjálpa öllum við að læra á lyklana og dælurnar ef þess þarf,"  sagði Jón Gauti að endingu.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir