Keiluhöllin stćkkar

  • Fréttir
  • 16. janúar 2012

Framkvæmdir á nýju húsnæði við Miðgarð í Grindavík, eða keiluhöllina eins og húsið er oftast kallað, hófust snemma sumars 2011. Þar verður starfrækt beituframleiðslufyrirtækið Bernskan sem Vísir hf. á meirihluta í.

Beitugerðin Bernskan ehf. var flutt frá Súðavík til Grindavíkur. Vísir hf. eignaðist fyrir ári 50,5% í fyrirtækinu. Hugmyndin er að þróa beituna í samstarfi þessara fyrirtækja. Starfsmenn Bernskunnar í dag eru fimm og verður starfsmannafjöldinn svipaður í Grindavík.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum eru framkvæmdirnar vel á veg komnar og er búist við að húsið verði tekið í notkun í kringum mánaðarmótin janúar/febrúar.

Myndir: www.visirhf.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir