Fjárhagsáćtlun 2012 - Afgangur 71,7 milljónir króna

  • Fréttir
  • 22. desember 2011

Fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar fyrir árið 2012 var samþykkt samhljóða í seinni umræðu á bæjarstjórnarfundi í gær. Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs, þ.e. A-hluta, fyrir fjármagnsliði, er áætluð 48,9 milljónir í tap. Hinsvegar er áætlaður rekstrarafgangur 69 milljónir kr. að teknu tilliti til vaxtatekna af hitaveitusjóði og öðrum fjármagnsliðum að fjárhæð 117,9 milljónir. Í samanteknum reikningsskilum er gert ráð fyrir afgangi að fjárhæð 71,7 milljónum króna. 

Heildareignir í samanteknum reikningsskilum eru áætlaðar í árslok 2012, 7.207,5 milljónir kr. Þar af er áætlað að innlán standi í um 1.361,4 milljónum kr. Heildarskuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 1.443,0 milljónir kr. Þar af er lífeyrisskuldbinding um 416 milljónir króna. Langtímaskuldir eru áætlaðar 792,7 milljónir króna í árslok 2012. Þar af eru skuldir við lánastofnanir um 300 milljónir kr. Veltufé frá rekstri í samanteknum reikningsskilum árið 2012 er áætlað 308,9 milljónir kr. Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum er áætluð 496,6 milljónir króna og afborganir langtímalána eru áætlaðar 31 milljón króna. 
Til fjármögnunar framkvæmda, umfram það sem reksturinn stendur undir, mun þurfa að taka 194 milljónir af bankainnistæðu. Handbært fé í árslok 2012 er áætlað 1.167,2 milljónir króna.

Fjárhagsáætlun ársins 2012 er unnin í samræmi við þau rekstrarmarkmið sem bæjarstjórn samþykkti á 401. fundi. Samkvæmt þeim markmiðum er á árinu 2012 heimilt að nýta 50% af vaxtatekjum til rekstrar.
Bæjarráð óskaði umsagnar PwC um áætlaðar fjárfestingar á árinu 2012, í samræmi við ákvæði 65. gr. laga nr. 45/1998 um sveitarfélög. Í umsögninni kemur fram að áætluð áhrif fjárfestinga á íþróttasvæði á rekstrarreikning bæjarins muni nema um 44-48 milljónum á ári fyrstu 10 árin frá því mannvirkin eru tilbúin. Þar af er árlegur viðbótarrekstrarkostnaður vegna mannvirkjanna áætlaður 5,5- 9 milljónir. Aðrir liðir eru hækkun afskrifta og vaxtatap. Áhrif fjárfestingarinnar á sjóðsstreymi munu verða 27,5-31 milljón kr í minna veltufé á ári.

Ljóst er að halda þarf vel utanum rekstur bæjarins á komandi árum svo bæjarsjóður ráði við þann aukna rekstrarkostnað sem verður samfara framkvæmdunum. Lokagreiðslur styrkja vegna framkvæmda við reiðhöll og golfvöll verða á næstu 2 árum sem munu lækka útgjöld til íþrótta- og æskulýðsmála um rúmar 20 milljónir á ári. Auk þess er gert ráð fyrir vaxandi tekjum á næstu árum samkvæmt þriggja ára áætlun. Bæjarstjórn hefur því trú á að bæjarsjóður muni ráða við aukinn rekstrarkostnað vegna framkvæmdanna.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árið 2012. 
Bæjarstjórn vill einnig þakka starfsfólki bæjarins samstarfið og þeirra framlag við fjárhagsáætlunargerðina.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir