Jólaland í skólanum

  • Fréttir
  • 16. desember 2011

Nemendur hafa nú lagt lokahönd á jólaskreytingar í skólanum og skartar hann nú sínu fegursta. Úti er jólasnjórinn í öllu sínu veldi og nemendur hafa í dag skrifað á jólakort hvors annars. Á miðstigi fengu þeir að fara í leiðangur og skoða stofur hjá unglingastigi og höfðu þeir mjög gaman af því. Meðfylgjandi myndir voru teknar á dögunum eftir að nemendur höfðu lokið við að koma upp skreytingunum.

Stóra dagatalið hefur vakið ótrúlega lukku en undanfarna daga hafa bekkirnir fengið að fara, hver á sínum degi, og sækja glaðning. Í dagatalinu eru leiðbeiningar hvert skuli sækja pakka. Þegar nemendur hafa sótt pakkann sinn er þar að finna Swiss miss kakó, rjóma, piparkökur og hjartnæma en sorglega sögu um litlu stúlkuna með eldspýturnar. Þessi skemmtilegi glaðningur er í boði nemendafélags skólans og óhætt að segja að hugmyndin hafi slegið í gegn hjá nemendum!


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál