Glćsileg gjöf Kvenfélags Grindavíkur

  • Fréttir
  • 15. desember 2011

Jólin komu snemma á Hæfingarstöðina í Reykjanesbæ í ár, því þær Sólveig , Bjarný, Sigríður og Elísabet sem eru í ferða og skemmtinefnd kvenfélags Grindavíkur komu og færðu Hæfingarstöðinni í Reykjanesbæ glæsilegar gjafir.

Hæfingarstöðin er dagþjónustuúrræði fyrir einstaklinga með fatlanir, þangað sækja einstaklingar af öllum Suðurnesjunum þjónustu, þar af fimm úr Grindavík.

Ýmis starfssemi fer fram í húsnæði Hæfingarstöðvarinnar að Hafnargötu 90 m í Reykjanesbæ en þar er m.a. þæfð ull, máluð málverk og búin til afbrags chillisulta sem er til sölu í litlu búðinni þeirra.

Gjafirnar eru afrakstur af uppboði sem haldið var á konukvöldi 4. nóvember síðastliðin, málverk eftir listamenn á Suðurnesjum þeim Berta Grétarsdóttir Grindavík, Einar Guðberg Keflavík, Dagmar Róbertsdóttir Garðinum og gáfu þau verkin í þetta verkefni.

Einnig styrktu fyrirtæki í Grindavík. Einhamar, Þorbjörn, Vísir, Jens Valgeir, Stakkavík, Ice-West, Hópsnes, Martak, Þróttur, Hérastubbur Bakari, Nettó og Blómaval og er þeim ævinlega þakkaður stuðningurinn.

Í tilefni dagsins var boðið upp á kaffi, köku frá Hérastubbi bakara og að sjálfsögðu heimabakaðar kleinur sem stelpurnar bökuðu að sjálfsögðu sjálfar.

Bræðurnir úr The Backstabbing Beatles tóku nokkur lög við mikinn fögnuð viðstaddra.

Fanney St. Sigurðardóttir forstöðuþroskaþjálfi Hæfingarstöðvarinnar, setti á óskalista þá hluti sem helst vantaði til starfseminnar. Á listanum var m.a. rafmagnsborvél, DVD-spilari, matreiðsluvél,saumavél, myndavél og náðu nefndin að uppfylla óskalistann, þökk sé frábærum listamönnum og gjafmildum fyrirtækjum úr Grindavík.

Fanney vill koma fram þakklæti frá þeim á Hæfingarstöðinni til ferða og skemmtinefndar Kvenfélagsins í Grindavík og þeirra fyrirtækja sem styrktu verkefnið.

„Þessi gjöf gefur okkur tækifæri til að bæta starf okkar og takast á við ný verkefni og efla okkur í vinnu."

Sjá myndasyrpu frá athöfninni hér á myndasíðunni.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir