Grindvískar barnabćkur um Magga mús

  • Fréttir
  • 14. desember 2011

Í Grindavík er lítil bókaútgáfa sem heitir KSF útgáfa sem gefur út nokkra titla fyrir þessi jól.
KSF útgáfa er ný útgáfa sem heldur úti starfsemi sinni hér í Grindavík. Meðal þeirra bóka sem útgáfan gefur út fyrir jólin 2011 eru íslensku barnabækurnar um Magga mús og eru hugarfóstur Bergvins Oddssonar. Bækurnar eru alls fimm og eru ætlaðar yngstu kynslóðinni.

Maggi mús fer í flugvél, í lautarferð, í leikskólann, í sumarfrí og Maggi mús heldur jól. Bækurnar eru litlar og handhægar fyrir litla krakka. Bækurnar eru fallega myndskreyttar af ungri konu sem heitir Sól Hilmarsdóttir.

Bækurnar eru til sölu á yfir 60 stöðum vítt og breitt um landið og m.a í Bókabúð Grindavíkur.

Bergvin Oddsson höfundur bókanna um Magga mús og stofnandi KSF útgáfu segir að hugmyndin hafi komið, þegar hann vissi að hann ætti von á barni.  „Það var eitthvað sem mig langaði að gera fyrir barnið mitt. Segja því sögu sem ég hefði búið til," segir Bergvin.

Bergvin segir líka að hann hafi virkilega langað að búa til sínar eigin bækur vegna þess að hann er blindur og getur ekki lesið fyrir aðra. Hann segir einnig að salan á Magga mús bókunum fari vel af stað og eru næstu fimm titlar ákveðnir, sem koma út í byrjun sumars.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir