105 á atvinnuleysisskrá

  • Fréttir
  • 14. desember 2011

Alls voru 105 manns á atvinnuleysisskrá í Grindavík í gær samkvæmt nýjustu tölu frá Vinnumálastofnun Suðurnesja. Konur eru þar í miklum meirihluta eða 77 en karlar 28. Alls gerir þetta rúm 5% atvinnuleysi sem er svipað og hefur verið undanfarin 2-3 ár en sveiflan hefur verið 20-30 manns til eða frá.

Í byrjun október voru 88 á atvinnuleysisskrá og hefur því fjölgað um 17 manns síðan þá. Hámarki náði atvinnuleysið í mars í fyrra þegar um 130 manns voru atvinnulausir. Þann 1. mars sl. voru 115 á atvinnuleysiskrá.

Skráð atvinnuleysi á landsvísu í nóvember 2011 var 7,1% en að meðaltali voru 11.348 atvinnulausir í nóvember og fjölgaði atvinnulausum um 430 að meðaltali frá október eða um 0,3 prósentustig. Þann 1. mars sl. voru 115 á atvinnuleysiskrá. Mest var það á Suðurnesjum 12,3%, en minnst á Norðurlandi vestra 2,6%. Atvinnuleysið var 6,9% meðal karla og 7,3% meðal kvenna.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir