Jólabćrinn Grindavík - Friđarganga, bókakonfekt og tónleikar

  • Fréttir
  • 14. desember 2011

Einn stærsti dagurinn í Jólabænum Grindavík er runninn upp. Dagurinn hefst með Friðargöngu kl. 9 þar sem götuljósin í bænum verða slökkt og nemendur grunnskólans og leikskólans fara saman í göngu eftir Víkurbraut. Þá verður kór Grindavíkurkirkju með glæsilega tónleika í kvöld og þá er stórskotalið á bókmenntakvöldi bókasafnsins á kaffihúsinu Bryggjunni í kvöld en Atli Gíslason gestur milliliðalaust í bítið. Dagskráin er annars þessi í dag:

14. desember - Miðvikudagur
Kl. 09:00 Friðarganga með vasaljósum í samstarfi leikskólanna, grunnskólans, tónlistarskólans og eldri borgara. Markmið göngunnar er að efla samkennd og samhug með því að boða jákvæðni, gleði og kærleika meðal okkar. Slökkt verður á götuljósum.

Kl. 14:00 Jólabingó í Víðihlíð.

Kl. 20:00 Tónleikar Jólatónleikar í Grindavíkurkirkju
Þar mun Kór Grindavíkurkirkju undir stjórn organista flytja jólalög úr ýmsum áttum, bæði innlend og erlend. Einsöngvari verður Hulda Björk Garðarsdóttir.
Helga Bryndís Magnúsdóttir organisti flytur orgelverk eftir César Franck.
Hulda Björk syngur um þessar mundir í uppfærslu Íslensku óperunnar á Töfraflautunni, á minningartónleikum um Freddy Mercury í Hörpu og mun einnig syngja á Frostrósartónleikum ásamt Syssel Kirkjebo svo eitthvað sé nefnt. Á tónleikunum syngur hún ýmis jólalög bæði ein og með kórnum.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 og er aðgangseyrir kr. 1000, en ókeypis er fyrir börn og eldri borgara. Miðar verða seldir við innganginn en einnig verður hægt að kaupa miða í forsölu í Blómakoti.

Kl 09:00 Atli Gíslason milliliðalaust á Bryggjunni.

Kl. 20:30 Bókakonfekt/bókmenntakvöld á Bryggjunni:
Rithöfundarnir Sigurður Pálsson,Vigdís Grímsdóttir, Yrsa Sigurðardóttir og Ólafur Gunnarsson lesa og spjalla. Auk þess sem Grindvíkingurinn Kristinn þórhallsson segir okkur m.a. frá Sölku Völku.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir!


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun