Framkvćmt fyrir 400 milljónir

  • Fréttir
  • 13. desember 2011

Samkvæmt fjárhagsáætlun verður framkvæmt fyrir um 400 milljónir árin 2012 og 2013 en þetta kemur fram í Járngerði. Það sem helst liggur fyrir er stækkun íþróttahúss, nýir klefar og uppbygging á sameiginlegri aðstöðu UMFG. Húsnæðið mun nýtast fyrir viðburði og skemmtanir í bænum og leysa hlutverk sem Festi hafði áður. Annað sem er á teikniborðinu er:

• Endurhönnun og stækkun bílastæða við heilsuleikskólann Laut
• Salernisaðstaða við Hópið.
• Niðurrif gamla hreyfisalsins við grunnskólann og bygging nýs sameiginlegs bókasafns og breytingar á húsnæði skólans fyrir flutning tónlistarskóla.
• 2012 verður mikið stígaár og átak í merkingum fyrir ferðamenn:
- Skýrsla um stíga og merkingar haustið 2011 liggur fyrir.
- Ýmsir stígar innanbæjar
- Stígur austur í Þórkötlustaðahverfi 
- Stígur í Selskóg sem tengist inn á stíga HS Orku og Bláa lónsins
- Stígar og merkingar fyrir ferðamenn frá tjaldstæði um hafnarsvæðið og út á Hópsnes.
• Breikkun innri rennu hafnarinnar
• Yfirlögn á malarveginn að smábátabryggju
• Breytingar á sambýlinu við Túngötu, m.a. gerð sólpallar og betri útiaðstöðu
• Víðihlíð - hurðir.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir