5.K sigurvegari

  • Fréttir
  • 30. nóvember 2011

5.K vann örugglega spurningakeppnina á miðstigi en lokaumferðin fór fram í morgun og var salurinn troðfullur enda 3. bekkir úr Hópsskóla sérstakir gestir. Bæði liðin stóðu sig prýðilega en að lokum stóðu keppendur 5.K uppi sem sigurvegarar. Framan af var keppnin mjög jöfn. Eftir hraðaspurningarnar var 5.S með forystu, 9 stig á móti 5. Eftir vísbendingaspurningarnar var staðan jöfn, 11-11 og keppnin orðin æsispennandi. Það var síðan í síðari hluta keppninnar sem 5.K tók fram úr, staðan orðin 19-15, 5.K í vil. Þau náðu að lokum enn meira forskoti þegar kom að rithöfundaflokknum og urðu lokatölur 26-20 fyrir 5.K.

Báðir bekkir stóðu sig með stakri prýði og mega una sáttir við sitt. Sigurvegarar fengu í verðlaun bókina Hávamál sem kom nýlega út í útgáfu Þórarins Eldjárns, þar sem hann endurorti ljóðin.

Að lokum hittust báðir bekkirnir og fengu sér kökur og djús í tilefni dagsins og var veisluborðið hið glæsilegasta eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

 

Keppendur 5.S, frá vinstri Vigdís, Helga Björg og Kjartan

Keppendur 5.K, frá vinstri Elísabet, Viktoría Líf og Dýrley.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir