Jólabćrinn Grindavík - Fjörugur föstudagur

  • Fréttir
  • 30. nóvember 2011

Jólabærinn Grindavík hefst formlega á morgun en dagskrána má sjá hér. Á föstudaginn er Fjörugur föstudagur í Hafnargötunni þar sem 21 fyrirtæki bjóða upp á tilboð, uppákomur, jólamarkað og fleira og þá verður jólasveinn á ferðinni.

2. desember - Föstudagur
Fjörugur föstudagur í Hafnargötunni. Verslanir, þjónustuaðilar og félagasamtök með tilboð, sýningar, uppákomur og fleira skemmtilegt allan föstudaginn og fram á kvöld. Happdrættisleikur í gangi þar sem dregið verður á Þorláksmessu. Þeir sem taka þátt eru:
Sjómannastofan Vör, Rossini hársnyrtistofa, Hár-Anna, Ice-West, N1, Kanturinn, Pizza Islandia, Aþena, Strigaprent, Blómakot, Slökkvilið Grindavíkur, Rauði kross Íslands, Mamma mía, Hársnyrtistofan Anis, Bónþjónusta Adams, Hárhornið, Olís, Fagra, snyrti- og nuddstofa, Nuddstofan Hafnargötu 8, Kvikan auðlinda- og menningarhús (jólamarkaður) og Tölvuþjónusta Benna.

Kl. 12:30 Opnun myndlistasýningar í verslunarmiðstöðinni, Víkurbraut 62. Verk nemenda í myndlistavali á unglingastigi Grunnskóla Grindavíkur er af húsum í bænum.

Kl. 17-21 Opið hús hjá Slökkviliði Grindavíkur. Tekið á móti slökkvitækjum til yfirferðar og endurhleðslu. Ýmis eldvarnabúnaður til sýnis og sölu, slökkviliðsmenn leiðbeina um notkun búnaðarins. Boðið upp á heitt súkkulaði með rjóma.

Kl. 17-20 Rauði krossinn og sjúkraflutningar Hafnargötu 13 verða með opið hús, móttöku og kynningu á starfseminni.

Kl. 17-20 Kvikan, auðlinda- og menningarhús. Jólamarkaður, fjölbreytt handverk. Opið kaffihús. Ókeypis aðgangur á sýninguna Saltfisksetur Íslands. Þrautir fyrir börnin og þeir gestir sem vilja fá að spreyta sig á gömlu vermannaleikjum.

Kl. 17-18 Jólasveinninn á sveimi á Hafnargötunni á Fjörugum föstudegi.

Kl. 16-20 Opið hús hjá Ice-West, Hafnargötu 29. Allir bæjarbúar velkomnir að kynna sér starfsemi fyrirtækisins.

Kl. 18:30 Undanúrslit Lengjubikarsins í körfubolta karla í DHL höllinni í Reykjavík. Grindavík mætir sigurliði í A-riðli.

Kl. 19:15 ÍG-Skallagrímur í 1. deild karla í körfubolta.

Jólahlaðborð í Lavasal Bláa lónsins. Salur opnar kl. 19:00. Borðhald hefst kl. 20. Verð: 7.900 kr á mann. Innifalið í jólahlaðborði er fordrykkur og boðskort í Bláa Lónið sem gildir út apríl 2012. Lifandi jasstónlist.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir