Góđur og málefnalegur foreldrafundur

  • Fréttir
  • 25. nóvember 2011

Í gær var haldinn foreldrafundur á sal Hópsskóla. Efni fundarins var m.a. breyting á stjórnun Grunnskólans í kjölfar þess að Páll Leó Jónsson hætti störfum sem skólastjóri í síðustu viku. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Pálmi Ingólfsson skólastjóri fóru yfir stöðuna og svöruðu spurningum fjölmargra foreldra sem mættu en þeir voru hátt í eitt hundrað.

Fram kom í máli bæjarstjóra að samkomulag hefði náðst um starfslok við Pál Leó. Ástæða starfslokanna hefði fyrst og fremst verið stjórnunarvandi en Róbert harmaði ósanngjarna og ranga umræðu um starfslok Páls Leó hjá Grunnskóla Grindavíkur.

„Við breytingar hættir okkur til að óttast það sem er framundan. Það er eðlilegt, en við verðum að horfa fram á veginn og líta á það sem við höfum og tækifærin framundan. Við erum í úrvalsstöðu hér í Grindavík. Við erum með um 460 nemenda skóla. Allir kennarar vel menntaðir og með kennsluréttindi. Mjög áhugasamir og metnaðarfullir. Skólinn er frábæru húsnæði og með mjög góð tæki og annan aðbúnað. Við erum með félags- og skólaþjónustu sem sinnir einum skóla, tveimur leikskólum og einum tónlistarskóla auk félagsþjónustunnar. Þar erum við með frábært starfsfólk með fjölbreytta reynslu og þekkingu. Það eru ekki mörg sveitarfélög sem búa við svona flotta stöðu. Það er því engin ástæða til að örvænta. Við þurfum að komast í gegnum ákveðið brim á næstu misserum, en framtíðin er björt og spennandi. Við þurfum að takast á við hana saman og ganga í takt," sagði Róbert.

Pálmi hefur þegar tekið við sem skólastjóri og gegnir þeirri stöðu til vors þegar nýr skólastjóri tekur til starfa. Auglýst verður eftir nýjum skólastjóra á næstu vikum. Þá mun Ásrún Helga Kristinsdóttir vera staðgengill skólastjóra og verður áfram deildarstjóri á yngsta stigi. Auglýst hefur verið eftir fólki í þær stöður innan skólans og ætti það að geta haftið störf í næstu viku. Fljótlega verður auglýst eftir nýjum skólastjóra, þ.e. í desember eða janúar, með það fyrir augum að nýr stjórnandi komi til starfa í apríl eða maí og skipuleggi nýtt skólaár.
 
Í lok fundarins bárust bæjarstjóra og skólastjóra fjölmargar spurningar um ýmis málefni skólans. Fram kom einlægur ásetningur skólasamfélagsins í Grindavík að horfa fram á veginn með bjartsýni að leiðarljósi og hag nemendanna fyrst og fremst fyrir brjósti.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!