Tvćr sýningar eftir á Endalokum alheimsins - Umrćđur eftir fimmtudagssýninguna

  • Fréttir
  • 23. nóvember 2011

Aðeins tvær sýningar eru eftir á Endalokum alheimsins, glænýju íslensku leikriti GRAL eftir Berg Þór Ingólfsson og Guðmund Brynjólfsson. Boðið verður upp á umræður eftir sýningu fimmtudaginn 24. nóv. Þar verða leikarar, höfundar og leikstjóri og ræða við áhorfendur um Endalok alheimsins, hugmyndina á bak við verkið og vinnu Gral, uppbyggingu atvinnuleikhúss á landsbygðinni og annað.

FIM. 24. NÓV KL. 20.00 - UMRÆÐUR EFTIR SÝNINGU!

SUN. 27. NÓV. KL. 20.00 - SÍÐASTA SÝNING.


„Skemmtileg sýning. ... Á köflum óheyrilega fyndin." E.B. Fréttablaðið.

„Full ástæða til að óska Gral og Grindvíkingum til hamingju með þetta metnaðarfulla leikhús." Lostafulli listræninginn, RUV.

„Hinn magnaðasti samleikur, með yfirbragði farsans þar sem ekki vantaði blóðslettur, hnífakast né upprisu" E.B. Fréttablaðið.

„Gaman að sjá Grindvíska Atvinnuleikhúsið halda áfram nýsköpun sinni" S.G. Víðsjá.

Verkið er sýnt í Kvikunni, Hafnargötu 12 a í Grindavík. Sýningin tekur 75 mín - án hlés. Keyrsla í Grindavík er um 50 mín. Miðapantanir á www.midi.is og í síma:6973700 eða í gegnum netfang: grindviska.gral@gmail.com 

LEIKARAR: SVEINN ÓLAFUR GUNNARSSON, SÓLVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR, VÍÐIR GUÐMUNDSSON OG BENEDIKT GRÖNDAL.

HÖFUNDAR: BERGUR ÞÓR INGÓLFSSON OG GUÐMUNDUR BRYNJÓLFSSON.

LEIKSTJÓRN: BERGUR ÞÓR INGÓLFSSON
LEIKMYNDA-OG BÚNINGAHÖNNUN: EVA VALA GUÐJÓNSDÓTTIR
LJÓSAHÖNNUN: MAGNÚS ARNAR SIGURÐSSON

Upplýsingar gefur Sólveig Guðmundsdóttir í s. 6611492.
Email: grindviska.gral@gmail.com


-- 
Gagnrýni Horn á höfði:

*****
Fimm störnur í Fréttablaðinu.

****
Fjórar stjörnur í DV

Salurinn veltist um af hlátri.
Gaman !!!!
E.B. Fréttablaðið

---------
GRAL
Grindvíska Atvinnuleikhúsið

sími: 6611492


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir